© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
28.9.2000 | Ólafur Rafnsson
Upphaf Íslandsmóts 2001
Ágæta körfuknattleiksáhugafólk,

Að baki er annasamasta - já langannasamasta - sumar í sögu KKÍ. Aldrei hafa verkefni landsliða verið jafn viðamikil eða önnur starfsemi KKÍ verið virkari að sumri. Auk þess má nefna fræðslustarfsemi, þjálfaranámskeið, rekstur hins s.k. "Elítuhóps" o.s.frv. Ennfremur má nefna mikla grósku í starfi okkar ágætu aðildarfélaga, en körfuboltaskólar, keppnisferðir og ný mótahöld á vegum félaganna hafa einkennt sumarið og haustið. Slíkt getur vart annað en skilað okkur fram á veginn.

Það er því viðeigandi að yfirstandandi starfsár körfuknattleiks á Íslandi markar 40. afmælisár KKÍ, og er afmælisdagurinn 29. janúar næstkomandi. Þann dag mun koma út veglegt rit um sögu körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld. Öflug ritnefnd hefur verið að störfum undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, en skrásetjari sögunnar er Skapti Hallgrímsson.

Ekki verður annríki minna á keppnistímabilinu sjálfu. Enn fjölgar liðum í keppni á vegum KKÍ, og endurspeglar það gott starf innan félaganna. Vegna aukins fjölda viðburða hefur keppnistímabilið nú verið lengt nokkuð, og er reyndar er erfitt að koma fyrir öllu því sem körfuknattleiksáhugamönnum er boðið upp á án þess að viðburðir rekist hver á annan.

Vert er að minnast á mikið útbreiðsluátak KKÍ í grunnskólum landsins, en hingað til lands höfum við fengið bandarískan þjálfara í nokkra mánuði, Nelson Isley, sem mun fara og kynna hina skemmtilegu fjórleiki KKÍ fyrir börnum í 10 og 11 ára bekkjum. Auk þess er Friðrik Ingi Rúnarsson nú í fullu starfi á skrifstofu KKÍ við fræðslu- og útbreiðsluverkefni.

Mótahald mfl. lofar góðu, og aldrei hafa jafn mörg lið gert tilkall til titils og nú í EPSON-deildinni. Nokkuð hefur jafnast vægi Höfuðborgarsvæðis og annarra landshluta, en nú leika í deildinni 4 lið af Höfuðborgarsvæðinu. Margir ungir leikmenn hafa verið að koma fram sem virðast ætla að gerbreyta ásýnd íslensks körfuknattleiks, og verður spennandi að sjá til þeirra í vetur. Ekki mál heldur gleyma 1. deild karla, sem er alvöru deild. Má með sanni segja að með ólíkindum sé hversu mikla breidd leikmanna má nú finna í hinum 22 liðum tveggja efstu deilda karla, og vil ég nota orðið byltingu í því samhengi innan körfuknattleiks á Íslandi.

Í kvennadeildum leika nú 12 lið, og er að finna talsverða uppbyggingu á nýjum stöðum. 1. deild kvenna verður nú einungis skipuð 5 liðum, en að sama skapi ætti slíkt að tryggja frábæra skemmtun allra þeirra leikja, ef marka má þær framfarir sem orðið hafa í getu leikmanna bestu liðanna. Gera má ráð fyrir að 2. deild verði ekki síður spennandi, og einkennist hún af liðum sem eru að byggja upp öflugt og varanlegt unglingastarf. Þeirra er framtíðin ef rétt er á spilum haldið.

Á NM A-landsliða karla sem haldið var hér á Íslandi í sumar kom berlega í ljós að sú staða sem Ísland hefur haft meðal Norðurlandaþjóða hefur styrkst verulega. Niðurstaðan varð besti árangur Íslands frá upphafi. Ekki nóg með það heldur náðu unglingarnir okkar í "Elítuhópnum" að velgja stórliðum á borð við Svíum og Finnum vel undir uggum, og sigruðu reyndar Noreg sannfærandi. Það verður vart annað sagt en að framtíð okkar sé björt á þessum vettvangi, og margir góðir leikmenn reiðubúnir að leggja mikið á sig til þess að leika með íslenska fánann á brjóstinu.

A-landslið kvenna tók þátt í Norðurlandamóti í fyrsta sinn í 14 ár. Höfðum við áður tapað leikjum með fáheyrðum mun, en nú bar svo við að liðið náði að standa í flestum liðunum, og reyndar að sigra Dani. Eftir að hafa sigrað Noreg á alþjóðlegu móti fyrr á árinu gefur þetta okkur tilefni til að huga að nýrri og metnaðarfyllri stefnumörkun fyrir verkefnaval kvennalandsliða Íslands.

Ég vil að lokum vekja athygli á okkar góðu stuðningsaðilum. Stórfyrirtækið Tæknival er áfram stuðningsaðili EPSON-deildarinnar, en það er ánægjulegt til þess að vita að samningurinn hefur í senn aukið verulega sölu Epson afurða hér á landi ásamt því að hann hefur áunnið Tæknivali verðlaun á alþjóðlegum vettvangi fyrir skynsamlega markaðssetningu. Betri meðmæli getum við vart fengið með ásýnd okkar hreyfingar. Aðrir aðilar á borð við Flugleiðir og Austurbakka/NIKE hafa nú verið í samstarfi við okkur vel á annan áratug, og jafnframt má nefna Hópbíla og B&L sem dæmi um farsæla samstarfsaðila - sem okkur ber öllum skylda til að muna vel eftir.

Ég óska ykkur öllum velfarnaðar í vetur.

Ólafur Rafnsson,
formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jóhann Árni Ólafsson, bestu ungi leikmaður Iceland Express deildarinnar 2006-2007 og leikmaður Njarðvíkur sækir að körfu Fjölnis í úrslitaleik unglingaflokks karla í apríl 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið