S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
28.5.2002 | Friðrik Ingi Rúnarsson
Íslenskir leikmenn vekja athygli erlendra aðila
Það var tekin sú ákvörðun að senda lið til leiks og var settur saman 12 manna hópur. 6 leikmenn fæddir 1984, 3 fæddir 1983, 2 fæddir 1982 og einn 1981. Liðið vakti mikla athygli allra sem voru á mótinu og sigurinn gegn Slóvenum kom mönnum hressilega á óvart og var það eitthvað sem enginn átti von á. Á mótinu voru hinir ýmsu útsendarar liða í evrópu og eins voru aðilar frá umboðsskrifstofum. Fljótlega eftir mótið fengu svo 3 leikmenn boð um að koma aftur út til að sýna sig. Loga Gunnarssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni hefur verið boðið að æfa með Opel Skyliners eina helgi í júní. Opel Skyliners er í Frankfurt og varð liðið efst eftir deildarkeppnina í Bundesligunni í Þýskalandi. Opel Skyliners tók einnig þátt í Euroleague sl. tímabil. Á þessu má sjá að þetta er stórt félag. Að auki á þetta lið tvö lið sem leika í Bundesligu 2 en þau eru: TV Langen og Eintracht Frankfurt. Jón og Logi halda utan 7. júní og verða við æfingar til 10. júní. Egill Jónasson var að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsprógrammi og væntanlega ekki því síðasta. Egill er hávaxnasti núverandi leikmaður landsins en hann er 212cm. Faðir hans er Jónas Jóhannesson fyrrverandi landsliðsmaður úr Njarðvík. Egill vakti athygli og hefur nú fengið boð um að taka þátt í Big Man Camp í Treviso á Ítalíu. Það er Benetton Treviso hið fornfræga lið sem skipuleggur þennan Camp. Þarna fara eingöngu leikmenn sem er boðið svo þetta er mikill heiður fyrir Egil og íslenskan körfuknattleik. Það var ítalskur aðili sem var á mótinu sem býður Agli pláss í þessum Camp. Fyrirtækið sem hann vinnur hjá fékk úthlutað tveim plássum og vildi hann bjóða Agli annað. Í þessum Big Man Camp verða allir þjálfarar Dallas Mavericks ásamt ítölskum þjálfurum á vegum Benetton Treviso. Það má því með sanni segja að þetta sé stórkostlegt ævintýri fyrir Egil. Með Agli í för verða Jónas faðir hans og Friðrik Ragnarsson þjálfari hans hjá Njarðvík. |