S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
21.5.2002 | Ólafur Rafnsson
Leiðarinn - ATBURÐARRÁSIN HJÁ FIBA - 1. HLUTI - Bakgrunnur og yfirlit
Er það von mín að einhverjir hafi áhuga fyrir þessum pistlum, og að menn virði þá viðleitni að reyna að upplýsa hreyfinguna um það sem verið hefur að gerast á vettvangi hins alþjóðlega körfuknattleiks. Ennfremur væri gaman væri að heyra skoðanir íslenskra körfuknattleiksáhugamanna á þessu málefnum – hvort heldur þær verða settar fram á opinberum vettvangi eða í sendingum til undirritaðs persónulega. Mun undirritaður leitast við að svara fyrirspurnum eins og kostur er. FIBA hefur okkur löngum þótt afar afturhaldssamt fyrirbæri, og lýðræði þar ekki verið framkvæmt eftir ströngustu reglum í gegnum síðustu áratugi eins og við Íslendingar skiljum það hugtak. Hefur undirritaður t.a.m. notað sögur af “kosningum” innan sambandins sem gamansögur á þingum KKÍ. Á þeim 70 árum sem liðin eru síðan FIBA var stofnað hafa einungis tveir aðilar gengt stöðu framkvæmdastjóra sambandsins, eða “General Secretary”. Fyrstu 44 árin gegndi Englendingurinn R.Williams Jones stöðunni, en árið 1976 tók Júgóslavinn Borislav Stankovic við kyndlinum, og hefur borið hann síðan. Hann stendur nú á áttræðu. Völd framkvæmdastjóra eru, og hafa ávallt verið, mjög mikil innan FIBA. Er m.a. að finna í lögum og reglugerðum sambandsins ákvæði um völd framkvæmdastjóra þar sem ákvarðanir í tilteknum málaflokkum eru settar í hans hendur. Segja má að tvö meginmálefni hafi staðið upp úr varðandi þá þróun sem orðið hefur innan sambandsins undanfarin misseri: · Annarsvegar er um að ræða kröfu um stofnun sérstaks Evrópusambands innan FIBA. · Hinsvegar er um að ræða baráttu um sjálfstæði atvinnumannadeildar félagsliða innan Evrópu. Erfitt er að fjalla um svo viðamikil málefni sem stjórnskipulag FIBA, mótahald félagsliða og landsliða, auk þeirra deilna sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði, í stuttu máli. Nauðsynlegt er að varpa ljósi á bakgrunn þessara mála, og mun leitast við að fjalla um það í eins stuttu máli og kostur er. Verður fjallað um einstök mál þeirra í aðskildum pistlum sem munu birtast hér á heimasíðu KKÍ vikulega á næstunni. Ólafur Rafnsson, Formaður KKÍ. |