© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
26.3.2002 | Pétur Hrafn Sigurðsson
Leiðari - Körfuknattleikur í sókn
Körfuknattleikur er sú íþrótt innan ÍSÍ sem vaxið hefur hvað hraðast á undanförnum 10 – 12 árum ásamt golfíþróttinni. Hér hafa margir lagt hönd á plóg og unnið hörðum höndum að vexti og viðgangi íþróttarinnar.

Sem dæmi um aukninguna má nefna að 1988 var Íslandsmótið leikið í 8 yngri flokkum og 23 félög sendu lið til keppni. Í dag er leikið í 14 yngri flokkum og 45 félög senda lið til keppni. Leikjafjöldi og liðafjöldi hefur margfaldast.

Auk þessa hafa önnur mót svo sem Hópbílamót Fjölnis, Samkaupsmótið í Reykjanesbæ og KEA páskamót Breiðabliks fest sig í sessi. Sem dæmi voru rúmlega 500 keppendur á Samkaupsmótinu í Reykjanesbæ sem haldið er fyrir Minnibolta 11 ára og yngri. Skipulagningin hjá Keflvíkingum og Njarðvíkingum tókst frábærlega, Fjöldi foreldra mætti til að fylgjast með og hefur mótið stækkað ár frá ári.

Körfuknattleikur er ung grein hér á landi og vöxturinn hefur verið mikill á síðustu 10-12 árum. Þetta gerir það að verkum að íslenskur körfuknattleikur byggir á ungu fólki. Hvað eru t.d. margir starfandi þjálfarar í körfuknattleik í dag sem eru eldri en 40 ára? Ég man bara eftir Júlíusi Valgeirssyni (44) Hvað eigum við marga dómara eldri en 40 ára? Ég man eftir Jóni Otta auðvitað (60) Hversu margir stjórnarmenn eru eldri en 40 ára? Svari hver fyrir sig.

Í Evrópu eru þjálfararnir taldir á toppnum milli 45 og 55 ára, dómararnir 40 – 45 ára og virðulegir stjórnarmenn í félögunum frá 40 – 70 ára!!

Það er ekki slæmt að byggja á ungu fólki. Hreyfingin hefur verið óhrædd við að að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi, leikjafyrirkomulagi, flokkaskipan osfrv.
Stundum hefur kappið verið meira en forsjáin en miklu oftar hefur tekist frábærlega vel til eins og dæmin sanna.

Í dag á körfuknattleikshreyfingin fullt af ungu fólki sem er að öðlast mikilvæga reynslu. Ef þetta fólk heldur áfram störfum fyrir hreyfinguna á íslenskur körfuknattleikur framtíðina fyrir sér.

Við erum með ungt lið sem á enn eftir að toppa!!

Pétur Hrafn Sigurðsson
Framkvæmdastjóri KKÍ

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  A-landslið karla hlýðir á íslenska þjóðsönginn við verðlaunaafhendingu mótsins.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið