S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
28.2.2011 | Hannes Sigurbjörn Jónsson
Söguleg bikarúrslit yngri flokka
Keppt var til úrslita í níu flokkum drengja og stúlkna og var keppt frá morgni til kvölds bæði á laugardag og sunnudag. Leikirnir voru sýndir beint í netsjónvarpi Hauka og að sjálfsögðu í beinni tölfræðilýsingu á heimasíðu KKÍ. Umfjöllun og myndir voru komnar inn á karfan.is fljótlega eftir að leikjum lauk. Það undirstrikar hvað körfuboltinn er útbreidd og stór íþrótt hér á landi að í þessum níu leikjum sem fórum fram um helgina voru fulltrúar frá 11 bæjar- og sveitafélögum að taka þátt en þau eru: Hafnarfjörður, Skagafjörður, Reykjanesbær, Grindavík, Reykjavík, Stykkishólmur, Hveragerði, Þorlákshöfn, Garðabær, Fljótsdalshérað og Árborg. Allir fjórir landsfjórðungarnir eignuðust bikarmeistara um helgina og tel ég að það sé einsdæmi í boltaíþrótt hér á landi. Eftirfarandi félög eignuðust bikarmeistarara: 9. flokkur stúlkna: Keflavík 9. flokkur drengja: Tindastóll 10. flokkur stúlkna: Keflavík 10. flkkur drengja: Höttur 11. flokkur drengja: Njarðvík/Grindavík Stúlknaflokkur: Keflavík Drengjaflokkur: Njarðvík Unglingaflokkur kvenna: Snæfell Unglingaflokkur karla: Haukar Ánægjulegt var að sjá þann mikla fjöldi áhorfenda sem lagði leið sína í Hafnarfjörðinn til að sjá þessa ungu og flottu körfuboltaleikmenn sýna listir sínar á parketinu. Einnig var gaman að heyra frá þeim sem voru erlendis eða komust ekki í Hafnarfjörðinn en fylgdust með netútsendingunum. Framkvæmd bikarúrslitanna var vel skipulögð og eiga fulltrúar Hauka þakkir skyldar fyrir þeirra framlag um helgina en fjöldi sjálfboðaliða úr þeirra röðum sá til þess að allt gengi upp og var mikill metnaður lagður í framkvæmdina í heild sinni af þeirra hálfu. Að lokum þakka ég leikmönnum, þjálfurum, aðstandendum liðanna, dómurum, starfsmönnum (sjálboðaliðunum) og áhorfendum fyrir skemmtilega og sögulega körfuboltahelgi á Ásvöllum. Ég hvet aðildarfélög KKÍ að halda áfram á þeirri braut sem þau eru og ljóst er að framtíðin er björt í íslenskum körfubolta. Áfram körfubolti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ |