S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
29.1.2011 | Hannes Sigurbjörn Jónsson
KKÍ 50 ára!
Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt á þessum fimm tugum ára og hefur verið unnið gott starf hringinn í kringum landið til að breiða út áhuga á körfuboltanum og þátttöku leikmanna. Nú er svo komið að körfboltinn er önnur útbreiddasta íþróttagrein landsins samkvæmt tölum frá ÍSÍ en körfuboltinn er stundaður í 24 af 25 íþróttahéruðum Íslands. Það voru miklir eldhugar sem stofnuðu KKÍ fyrir 50 árum og enn 50 árum seinna eru eldhugar um land allt sem vinna óeigingjarnt starf í sjálfboðavinnu til að halda út öflugu körfuboltastarfi.Sú góða staða körfuboltans á Íslandi í dag er þessum sjálfboðaliðum og eldhugum að þakka. Þegar kom að því að skipa afmælisnefnd KKÍ fyrir 50 ára afmælið var einmitt leitað til þriggja einstaklinga sem hafa gefið körfuboltanum mikið af sínum tíma og sýnir þeirra þáttaka í starfinu í dag hversu körfuboltafjölskyldan á Íslandi er samhent og öflug þegar á þarf að halda en afmælisnefndina skipa; Kolbeinn Pálsson fv. formaður KKÍ sem er formaður nefndarinnar, Gunnar Þorvarðarson og Ríkharður Hrafnkelsson. Ýmsir atburðir tengdir 50 ára afmælinu eiga enn eftir að líta dagsins ljós en þrátt fyrir það þakka ég þessum heiðursmönnum fyrir góða og skemmtilega vinnu tengda afmælisárinu 2011. En þessi nefnd kom fyrst saman ásamt formanni, varaformanni og starfsfmönnum KKÍ fyrir ári síðan eða þann 29.janúar 2010 þannig að nefndin hefur nú unnið saman í eitt ár. Stjórn KKÍ og afmælisnefndin ákváðu fljótlega að stefna að því að á árinu 2011 að halda áfram að breið út körfuboltann og minna á hversu fjölskylduvæn og skemmtileg okkar íþrótt er. Ýmsir atburðir verða á árinu og verða nokkrir þeirra nefndir hér: - Sameiginlegt afmælis- og lokahóf á Broadway 30. Apríl. - Körfuknattleiksþing 6.-7.maí í Skagafirði. - Sumardeildin 2011. - Stefnt að körfuboltakynningu hringinn í kringum landið. - Erlendir þjálfarar og dómarar koma til landsins til að halda námskeið. Mörg afrek hafa verið unnin á þessum 50 árum í starfsemi sambandsins sem verða ekki talin upp í þessum pistli. Eitt af þeim stóru afrekum sem vert er að minna á er þegar Pétur Guðmundsson fór að spila í NBA deildinni árið 1981 og varð fyrsti Evrópubúinn sem spilaði í NBA og því er það ekki eingöngu stór hluti af íslenskri körfuboltasögu heldur evrópskri sögu einnig. Ég mun gera einstökum viðburðum úr 50 ára sögu betri skil á þessu afmælisári bæði með pistlum hér á síðu KKÍ sem og á þeim viðburðum sem í boði verða á árinu 2011. Ég þakka af heilum hug öllum þeim einstaklingum sem komið hafa að starfsemi KKí á þessum 50 árum og þeirra þátt í uppbyggingu á einni af vinsælustu íþróttagrein á Íslandi árið 2011. Lengi lifi KKÍ og íslenskur körfubolti - til hamingju með daginn! Hannes S.Jónsson Formaður KKÍ |