S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
9.5.2010 | Hannes S. Jónsson
Frábæru keppnistímabili 2009/2010 lokið - pistill frá formanni
Nú er keppnistímabilinu 2009/2010 i körfubolta formlega lokið en síðustu tveir leikir tímabilsins fóru fram nú í lok vikunnar. Það má segja að enn og aftur toppi körfuboltinn sjálfan sig frá árinu á undan, og þá er alveg sama hvort horft er til yngri flokka eða meistaraflokka þá hefur nýliðið tímabil verið mjög gott og engin spurning að körfuboltinn er á uppleið og vinsældir okkar frábæru íþróttar sjaldan verið meiri hér á landi – enda er körfuboltinn móðir allra íþrótta eins og körfuboltasnillingurinn Svali Björgvinsson hefur svo marg oft sagt. Það eru ekki margir viðburðir í íslensku íþróttalífi sem njóta eins mikilla vinsælda og úrslitakeppnirnar í Iceland Expressdeildunum og annað árið í röð þurfti oddaleik bæði hjá strákunum og stelpunum til þess að hægt væri að krýna Íslandsmeistara. Ef eingöngu er horft til þess fjölda sem mætti á úrslitakeppnir Iceland Expressdeildanna þá telur þessi fjöldi á tugum þúsunda og hefði verið hægt að koma fleiri áhorfendum í íþróttahúsin ef húsin hefðu getað tekið við fleiri fóki. Svo er það allur sá fjöldi fólks sem fylgdist með leikjunum beint á Stöð2 Sport og Sporttv.is. Yngri flokka starfið hefur gengið vel í vetur og þurfum við að halda áfram að sinna grasrótinni eins vel og gert hefur verið undanfarin ár. Af öllum þeim fjölmörgu körfuboltaviðburðum sem undirritaður mætti á nú á nýliðnu keppnistímabili var sérlega ánægjulegt að mæta á Nettó mótið í Reykjanesbæ og sjá yfir 1000 unga körfuboltaiðkendur komna saman til að spila körfubolta og hafa gaman saman eina helgi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ þakka ég öllu körfuboltafólki fyrir skemmtilegt og magnað keppnistímabil!. Keppnistímabil sem er sigur allra þeirra er komið hafa að körfunni í vetur; leikmanna, þjálfara, dómara, áhorfenda, stjórnarmanna - og allra þeirra hundruðu sjálfboðaliða sem sem gefa vinnu sína til þess að hægt sé að halda úti jafn öflugu starfi og er í körfuboltanum um þessar mundir. Nú hefst undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil en á því tímabili mun KKÍ fagna hálfrar aldar afmæli þar sem sambandið verður 50 ára 29.janúar 2011. Áfram körfubolti! Hannes S.Jónsson Formaður KKÍ |