© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
20.11.2007 | Hannes S. Jónsson
Áfram KR!!
Nú í kvöld munu Íslandsmeistarar KR mæta tyrkneska liðinu Banvit BK í Evrópukeppni félagsliða og er það ánægjulegt fyrir að okkur körboltaáhugamenn að fá svo sterkt lið hingað til lands. Þetta verður án efa erfið viðureign fyrir KR-inga en þeir munu svo fara til Tyrklands í næstu viku og mæta þessu liði á þeirra heimavelli og verður það mikið ævintýri fyrir KR-inga að leika á þessum slóðum því stemmingin og “blóð”hitinn í áhorfendum í Tyrklandi er fáu lík.

Það skiptir miklu máli að sem flestir körfuknattleiksáhugamenn mæti í Vesturbæinn í kvöld og styðji KR-inga til sigurs því ég er sannfærður um að með góðum stuðningi áhorfenda þá geti leikmenn KR komið tyrkneska liðinu í opna skjöldu og sigrað leikinn. Þegar íslensk félagslið keppa í Evrópukeppni þá er það lið okkar allra og við látum félagaríg til hliðar eins og um landslið sé að ræða.

Ég óska KR-ingum góðs gengis í kvöld og hvet körfuboltaáhugamenn að fjölmenna í DHL-höllina.

Áfram íslenskur körfuknattleikur!!
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrstu Íslandsmeistararnir fengu ekki verðlaunagrip ti eignar 1952. KKÍ færði hins vegar hverjum og einum meistaranna úr ÍKF fallegan grip mörgum árum síðar. Hér er Ingi Gunnarsson fyrirliði fyrstu meistaranna úr ÍKF með grip sinn.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið