S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
11.10.2007 | Hannes S. Jónsson
Umfangsmikið mótahald KKÍ
Það hefur mikil gróska verið undanfarin ár í körfuboltanum og umfang mótahalds KKÍ hefur aukist ár frá ári og sér ekki fyrir endann á því. Ég tel að margir geri sér í raun ekki grein fyrir því öfluga starfi sem rekið er innan körfuknattleikshreyfingarinnar hringinn í kringum landið. Á þessu keppnistímabili eru alls 35 félög með 49 lið skráð til keppni í meistaraflokk karla auk 14 félaga með 15 lið í meistaraflokki kvenna. Alls tekur 41 íþróttafélag þátt í Íslandsmóti KKÍ í vetur í 15 flokkum. Í fyrstu umferð Íslandsmóts yngri flokka í lok september var keppt í fjórum flokkum í þrettán sveitarfélögum; Hafnarfirði, Hvammstanga, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Höfn í Hornafirði, Akureyri, Ísafirði, Sauðárkróki, Flúðum, Kópavogi, Reykjanesbæ og Selfossi. Þessi upptalning sýnir glögglega hversu vinsæl körfuknattleiksíþróttin er um allt land og undirstrikar þá staðreynd að KKÍ sinnir einu umfangsmesta mótahaldi sérsambanda hér á landi. Síðastliðinn vetur var góður fyrir körfuboltafólk og var gaman að fylgjast með umræðunni í þjóðfélaginu þegar leið á veturinn. Ég er sannfærður um að þessi vetur verður jafn góður og með samstilltu átaki allra í hreyfingunni getum við gert hann betri. Að lokum óska ég öllum körfuknatteiksmönnum velfarnaðar og góðs gengis í íþróttahúsum landins, ég hlakka til að hitta ykkur og ræða um körfuboltann. Áfram körfubolti, Hannes S.Jónsson formaður KKÍ |