© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
11.10.2007 | Hannes S. Jónsson
Umfangsmikið mótahald KKÍ
Íslandsmótið í körfubolta hófst með formlegum hætti helgina 29.-30. september síðastliðinn með fyrstu leikjum í Íslandsmóti yngri flokka. Í kvöld hefst svo keppni í Iceland Express deild karla með fjórum leikjum og á laugardag hefst keppni í Iceland Express deild kvenna með þremur leikjum. Það hefur skapast hefð að setja Íslandsmótið með formlegum hætti í fyrstu umferð efstu deildar karla. Að þessu sinni verður mótið sett í Vesturbæ Reykjavíkur hjá Íslandsmeisturum KR í DHL höllinni, er þeir taka á móti Fjölni.

Það hefur mikil gróska verið undanfarin ár í körfuboltanum og umfang mótahalds KKÍ hefur aukist ár frá ári og sér ekki fyrir endann á því. Ég tel að margir geri sér í raun ekki grein fyrir því öfluga starfi sem rekið er innan körfuknattleikshreyfingarinnar hringinn í kringum landið. Á þessu keppnistímabili eru alls 35 félög með 49 lið skráð til keppni í meistaraflokk karla auk 14 félaga með 15 lið í meistaraflokki kvenna. Alls tekur 41 íþróttafélag þátt í Íslandsmóti KKÍ í vetur í 15 flokkum. Í fyrstu umferð Íslandsmóts yngri flokka í lok september var keppt í fjórum flokkum í þrettán sveitarfélögum; Hafnarfirði, Hvammstanga, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Höfn í Hornafirði, Akureyri, Ísafirði, Sauðárkróki, Flúðum, Kópavogi, Reykjanesbæ og Selfossi. Þessi upptalning sýnir glögglega hversu vinsæl körfuknattleiksíþróttin er um allt land og undirstrikar þá staðreynd að KKÍ sinnir einu umfangsmesta mótahaldi sérsambanda hér á landi.

Síðastliðinn vetur var góður fyrir körfuboltafólk og var gaman að fylgjast með umræðunni í þjóðfélaginu þegar leið á veturinn. Ég er sannfærður um að þessi vetur verður jafn góður og með samstilltu átaki allra í hreyfingunni getum við gert hann betri.

Að lokum óska ég öllum körfuknatteiksmönnum velfarnaðar og góðs gengis í íþróttahúsum landins, ég hlakka til að hitta ykkur og ræða um körfuboltann.

Áfram körfubolti,
Hannes S.Jónsson
formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Teitur Örlygsson, leikmaður Njarðvíkur og núverandi þjálfari Stjörnunar er hér í Valsmótinu í gamla Valsheimilinu og í ókunnugri treyju. Ætla má að Njarðvíkingar hafi einungis haft hvíta settið með í þetta sinn og því þurft að fá lánaðan dökkan búning hjá Valsmönnum í þessum leik, sem að öllum líkindum er gegn Guðjóni Skúlasyni og félögum í Keflavík.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið