© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
30.8.2007 | Óskar Ófeigur Jónsson
Hetjur í hverju horni í sigurleiknum á Georgíu
Það voru margir sem áttu þátt í því íslenska landsliðið vann 76-75 sigur á Georgíu í Laugardalshöllinni í gær. Jakob Örn Sigurðarson kemur fyrst upp í hugann enda skoraði hann svakalega sigurkörfu en það voru fleiri leikmenn íslenska liðsins sem lögðu sitt á vogaskálarnar til að landa stórkostlegum sigri. Hér á eftir eru tekin fyrir afrek nokkurra leikmanna íslenska liðsins í miklum karakter- og liðssigri.

Jakob Örn Sigurðarson
Jakob skoraði náttúrulega þessa ótrúlegu þriggja stiga körfu sem vann leikinn en annars var það innkoma hans í seinni hálfleiknum sem átti mikinn þátt í endurkomu íslenska liðsins eftir að það lenti mest níu stigum undir í þriðja leikhlutanum. Jakob var aðeins með þrjú stig í fyrri hálfleik þar sem að hann klikkaði á 8 af 9 skotum sínum. Sigurður þjálfari lét hann byrja á bekknum í upphafi síðari hálfleiks og það var eins og það kæmi nýr maður inn í lok þriðja leikhlutans. Jakob skoraði 13 stig og átti 4 stoðsendingar á síðustu 12 mínútum leiksins og hitti úr 6 af 9 síðustu skotum sínum í leiknum.



Brenton Birmingham
Brenton spilaði af venju fyrir liðið og var ekkert að reyna of mikið sjálfur framan af leik. Hann hugsaði um að spila góða vörn og leika félaga sína uppi og skoraði ekki sína fyrstu körfu fyrr en 25 sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks. Í lokaleikhlutanum var hinsvegar runninn upp hans tími og í stöðunni 64-63 skoraði hann átta stig íslenska liðsins í röð og sá til þess að liðið var inn í leiknum þegar lokamínútan rann upp. Brenton endaði leikinn með 13 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar.



Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson
Stigaskorið segir minnst um framlag Friðriks og Fannars í sigrinum á hinu stóra liði Georgíumanna. Þeir voru þannig aðeins með 9 stig og 5 fráköst saman. Öll orkan þeirra fór í að glíma við NBA-stjörnuna Zaza Pachulia sem lenti í miklum vandræðum í leiknum gegn þessum einbeittu og baráttuglöðum miðherjum íslenska liðsins. Pachulia skoraði aðeins tvær körfur inn í teig á þeim 38 mínútum sem hann spilaði og þrjár af fimm körfum hans voru skoraðar með skotum fyrir utan teig. Pachulia endaði leikinn með aðeins 15 stig, 33% skotnýtingu og 3 tapaða bolta. Meðaltöl hans í keppninni voru upp á 21,5 stig og 53% skotnýtingu og í fyrri leiknum á móti íslenska liðinu hitti hann úr 6 af 12 skotum og skoraði 21 stig á 27 mínútum.



Logi Gunnarsson
Logi setti tóninn í byrjun leiks með því að skora tólf fyrstu stig íslenska liðsins en tvær þriggja stiga körfur hans í röð komu Íslandi yfir í 10-6 þegar 3 mínútur og 15 sekúndur voru liðnar af leiknum. Logi átti líka stóran þátt í sigurkörfunni þegar hann skutlaði sér á eftir boltanum og kom honum til Jakobs sem síðan skoraði sigurkörfuna. Það má líka hrósa Loga fyrir að klikka á vítinu sem gaf íslenska liðinu kost á annarri sókn þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Logi var mjög áræðinn á lokamínútunum, fiskaði þrjár síðustu villurnar á Georgíumennina og átti stoðsendingar á bak við tvær síðustu körfur íslenska liðsins.

Páll Axel Vilbergsson
Páll Axel náði 15 fráköstum í leiknum gegn stórum og sterkum Georgíumönnum og var með fjórum fráköstum fleiri en NBA-stjarnan Zaza Pachulia. Sjö þessarra frákasta Páls Axels komu í sókninni. Páll Axel hafði aðeins tekið 9 fráköst á 88 mínútum í fyrstu fimm leikjum Íslands í keppninni. Páll Axel skoraði líka tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á mikilvægum tíma í leiknum eða þegar lítið gekk í þriðja leikhluta.



Magnús Þór Gunnarsson
Magnús kom sterkur inn í lok þriðja leikhlutann og átti mikinn þátt í endurkomu íslenska liðsins með því að skora tvær glæsilegar þriggja stiga körfur og eiga síðan tvær stoðsendingar að auki á sjö mínútna kafla í kringum leikhlutaskiptin í þriðja og fjórða leikhluta. Magnús kom inn á í stöðunni 44-52 fyrir Georgíu og þegar hann fór aftur útaf 8 mínútum og 59 sekúndum síðar var staðan orðin 69-68 fyrir Ísland.

Brynjar Þór Björnsson
KR-ingurinn ungi skoraði eina mestu stemmningskörfu leiksins á æsispennandi lokamínútum fyrri hálfleiksins og sýndi enn á ný að þessi 19 ára strákur er hvergi banginn þótt að honum sé hent út í djúpu laugina. Brynjar kveikti hreinlega í áhorfendunum í Höllinni þegar hann skoraði á laglegan hátt úr þröngu færi. Brynjar keyrði þá inn að körfunni og skoraði framhjá tveimur risum í teignum hjá Georgíu. Brynjar jafnaði með þessarri körfu leikinn í 33-33 og Ísland vann þær 3 mínútur og 14 sekúndur sem hann spilaði í lok fyrri hálfleiksins 8-5.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ægir Þór Steinarsson, var fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins, sem varð Norðurlandameistari vorið 2009 í Solna í Svíþjóð. Hér sækir hann að Norðmönnum en Ísland vann 75-60.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið