S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
15.3.2007 | Halldór Halldórsson
Mál nr. 3x2007
Ár 2007, miðvikudaginn 14. mars er dómþing dómstóls Körfuknattleikssambands Íslands háð af Halldór Halldórssyni formanni dómsins. Fyrir er tekið: Mál nr. 3/2007 ÍBV körfuknattleiksfélag gegn ÍKHÍ Í málinu er kveðinn upp svofelldur DÓMUR I Mál þetta er móttekið af skrifstofu KKÍ 6. febrúar sl. og gögn málsins send formanni dómsins með símbréfi sama dag. Kærandi er ÍBV körfuknattleiksfélag Smáragötu 18, Vestmannaeyjum. Kærði er ÍKHÍ körfuknattleiksfélag, Laugarvatni. Dómsformaður ákvað að málið skyldi sæta meðferð skv. 8. gr. laga um dómstól KKÍ. Dómkröfur Kærandi krefst þess að sér verði dæmdur sigur í leik milli aðila máls þessa í II. deild karla, riðli A-5, sem fram fór 4. febrúar sl. Kærði gerir ekki kröfur í málinu. Eftirtalin skjöl hafa verið lögð fram í málinu. Nr. 1 kæra. Nr. 2 útprentun úr gagnagrunni KKÍ um úrskurði aganefndar KKÍ. Nr. 3 ljósrit af frétt á Karfan.is. Nr. 4 skýrsla leiks aðila. II Dómari málsins hlutaðist til um að starfsmenn skrifstofu KKÍ gæfu kærða frest til að til að tjá sig um málið en það hefur hann ekki gert. Sem rökstuðning fyrir kröfum sínum vísar kærandi til þess að kærði hafi verið með ólöglega skipað lið í umræddum leik. Með liði kærða hafi leikið Bjarni Bjarnason en á þeim tíma sem leikurinn fór fram hafi nefndur Bjarni verið í leikbanni. Telur kærandi að lið kærða hafi því verið ólöglega skipað í leiknum. III Niðurstaða Þegar fyrir lá að kærði gerði ekki kröfur í máli þessu ákvað dómsformaður dómstóls KKÍ að dæma málið sjálfur í samræmi við niðurlagsákvæð 8. gr. laga um dómstól KKÍ. Fyrir liggur að hinn 31. janúar 2007 var nefndur leikmaður úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ. Bannið tók gildi á hádegi föstudaginn 2. febrúar. Þar sem ekki liggur annað fyrir en félag kærða hafi ekki leikið opinberan leik á vegum KKÍ frá því að bannið tók gildi og þar til leikur aðila málsins fór fram var títtnefndur Bjarni í leikbanni þegar leikurinn fór fram 4. febrúar sl. og honum því óheimil þátttaka í leiknum. Var lið kærða því ólöglega skipað í leiknum og þegar af þeirri ástæðu ber að taka kröfu kæranda til greina. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót telst lið sem ólöglega er skipað hafa tapað leik í samræmi við reglur FÍBA hverju sinni. Reglur FÍBA sem hér er vísað til, grein 30 liður 2.1, kveða á um að lið sem tapar leik af einhverjum ástæðum tapi honum með stigatölunni 20-0. Telst ÍKHÍ því hafa tapað nefndum leik með stigatölunni 20-0. Kærði hefur ekki áður gerst sekur um brot á reglum KKÍ sem varðað geta sektum. Með hliðsjón af því og málavöxtum öllum þykir ekki ástæða til að dæma kærða til greiðslu sektar til KKÍ. Halldór Halldórsson formaður dómstóls KKÍ kveður upp dóm þennan. Dómsuppsaga hefur dregist vegna veikinda dómarans. DÓMSORÐ. ÍKHÍ, körfuknattleiksfélag telst hafa tapað leik gegn ÍBV körfuknattleiksfélagi í II. deild karla riðli A-5 sem fram fór 4. febrúar 2007 með stigatölunni 0-20. Halldór Halldórsson. Dómurinn er sendur til KKÍ í tölvupósti og skrifstofu sambandsins falið að birta dóminn fyrir aðilum. Dóminn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 17. gr. laga um dómstóla KKÍ. |