© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
14.10.2006 | Ólafur Rafnsson
Ingi Gunnarsson
Ingi Gunnarsson var einn af brautryðjendum körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi, hann var snjall leikmaður – fyrirliði fyrstu íslandsmeistaranna og fyrirliði fyrsta landsliðsins í kappleiknum við Dani 1959 – og síðar dugmikill stjórnandi, og var einmitt einn af fundarmönnum á fyrsta ársþingi KKÍ árið 1961. Í ungri sögu körfuknattleiks á Íslandi telst Ingi meðal þeirra duglegustu sem plægðu akurinn fyrir þá sem síðar hafa uppskorið ríkulega. Íslenskur körfuknattleikur stendur í þakkarskuld við Inga.

Samskipti mín við Inga voru ávallt góð, og ekki vantaði að hann hefði skoðanir á málunum, og hann var trúr sínu félagi, Ungmennafélagi Njarðvíkur. Sérstaklega minnist ég alúð hans við Boga Þorsteinsson, fyrsta formann KKÍ, á kappleikjum síðustu ár hans. Nú eru þessir merku frumherjar báðir horfnir af vettvangi og geta vonandi sameinast annarsstaðar í áhuga sínum á körfuknattleik.
Ég sendi fjölskyldu og aðstandendum Inga mínar samúðarkveðjur.

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ,
fyrrv. formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson tilbúnir í slaginn gegn Finnum þann 6. september 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið