© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
14.10.2006 | Ólafur Rafnsson
Ingi Gunnarsson
Ingi Gunnarsson var einn af brautryðjendum körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi, hann var snjall leikmaður – fyrirliði fyrstu íslandsmeistaranna og fyrirliði fyrsta landsliðsins í kappleiknum við Dani 1959 – og síðar dugmikill stjórnandi, og var einmitt einn af fundarmönnum á fyrsta ársþingi KKÍ árið 1961. Í ungri sögu körfuknattleiks á Íslandi telst Ingi meðal þeirra duglegustu sem plægðu akurinn fyrir þá sem síðar hafa uppskorið ríkulega. Íslenskur körfuknattleikur stendur í þakkarskuld við Inga.

Samskipti mín við Inga voru ávallt góð, og ekki vantaði að hann hefði skoðanir á málunum, og hann var trúr sínu félagi, Ungmennafélagi Njarðvíkur. Sérstaklega minnist ég alúð hans við Boga Þorsteinsson, fyrsta formann KKÍ, á kappleikjum síðustu ár hans. Nú eru þessir merku frumherjar báðir horfnir af vettvangi og geta vonandi sameinast annarsstaðar í áhuga sínum á körfuknattleik.
Ég sendi fjölskyldu og aðstandendum Inga mínar samúðarkveðjur.

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ,
fyrrv. formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Albertsson dómari gefur merki um skiptingu og Damon Johnson leikmaður Keflavíkur fylgist með.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið