© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
18.7.2006 | Hannes S. Jónsson
Sumarið er tími landsliðanna okkar
Síðastliðinn föstudag hófu strákarnir í U-20 ára liði karla að spila á EM fyrstir unglingaliða okkar þetta sumarið. Í sumar verða fimm unglingalið á vegum KKÍ á faraldsfæti víða í Evrópu. Einnig munu A-landslið karla og kvenna verða við æfingar og keppni í sumar. Karlalandsliðið fer á Norðurlandamót í byrjun ágúst og svo munu bæði liðin taka þátt í Evrópukeppni sem hefst í byrjun september.

U-20ára lið karla er við keppni í B-deild EM þessa dagana eins og kom fram í upphafi þessa pistils í Lissabon í Portúgal. Einar Árni Jóhannsson er þjálfari liðsins.

U-18ára lið karla er farið til Olympia í Grikklandi og hefur keppni í A-deild EM í dag þriðjudag. Þjálfari liðsins er Benedikt Guðmundsson.

U-18ára lið kvenna fer til Chieti á Ítalíu á morgunn miðvikudag og hefur keppni í B-deild EM á föstudag, Unndór Sigurðsson er þjálfari liðsins.

U-16ára lið kvenna fer til Jyvaskyla í Finnlandi og munu spila í B-deild EM þar. Þær fara utan 2. ágúst og hefja keppni þann 4., þjálfari liðsins er Yngvi Gunnlaugsson.

Síðast en ekki síst þá fer U-16ára lið karla til Linares/Andujar á Spáni og mun spila þar í A-deild. Þeir fara út 8. ágúst og munu hefja keppni þann 10., þjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson.

FIBA-dómarar okkar þeir Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson fara á tvö mót hvor og Kristinn Óskarsson fer á eitt mót.

Ísland er í ár með tvö lið í A-deild (U16 ka og U18ka) og sá árangur er hreint út sagt ótrúlegur. Báðar þessar keppnir munu án efa verða erfiðar en landslið okkar hafa sýnt það og sannað að Ísland getur ýmislegt þegar á hólminn er komið. Með árangri undanfarinna ára í yngri landsliðum okkar hefur Ísland notið mikillar athygli í Evrópu. Ísland er ekki lengur litla þjóðin sem hægt er að bóka sigur á heldur erum við sífellt að færa okkur nær þeim bestu.

Enginn önnur þjóð í Norður–Evrópu á fulltrúa A-deildum drengjaliða, það eitt segir okkur margt um árangur “litla” Íslands.

Það er mikil vinna sem liggur að baki hjá fjölmörgum einstaklingum sem gerir það að verkum að Ísland geti sent svo mörg landslið erlendis til keppni. Leikmenn leggja á sig mikla vinnu til að taka þátt, margir fórna sumarvinnu og sumarfríi til þess að geta einbeitt sér að körfubolta og verið með á fullu. EM keppnir yngri liðanna eru langar og mikið álag á öllum. Þjálfarar, fararstjórar, sjúkraþjálfarar og dómarar fórna stórum hluta af sumarfríinu sínu frá fjölskyldum til að vera með þessum frábæru krökkum og efla íslenskan körfubolta.

Að lokum vil ég benda á að hægt er að fylgjast með leikjum unglingaliðanna beint á www.fibaeurope.com og einnig eru fréttir af leikjunum settar á heimasíðu okkar, kki.is eins fljótt og auðið er.

Áfram Ísland,

Hannes Sigurbjörn Jónsson
Formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið U16 kvenna á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð 2009.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið