S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
15.5.2006 | Hrannar Hólm
Karlalandsliðið stendur í ströngu í sumar
Mikilvægasta verkefni ársins verður fyrri umferð í B-deild Evrópukeppninnar, en liðið mun leika fjóra leiki í september. Liðið mun einnig taka þátt í Norðurlandamóti í Finnlandi í ágúst. Þess utan mun liðið taka þátt í boðsmóti í Hollandi í ágúst. Alls eru því á dagskrá 11 leikir, en það er svipaður leikjafjöldi og undanfarin tvö ár. Leikjaplanið er sem hér segir: NM 2006 í Tampere, Finnlandi: • 2. ágúst Ísland – Finnland • 3. ágúst Noregur – Ísland • 4. ágúst Ísland – Svíþjóð • 5. ágúst Danmörk – Ísland Boðsmót í Hollandi • 25.-28. ágúst Leikið gegn Belgíu, Hollandi og Svíþjóð EM 2006, B-deild, C-riðill, leikið heima og heiman, fyrri umferð • 6. sept. Ísland – Finnland • 9. sept. Georgía – Ísland • 13. sept. Ísland – Lúxemburg • 16. sept. Austurríki – Ísland Sigurður Ingimundarson þjálfari er um þessar mundir að vinna með þeim leikmönnum sem hann hyggst nota í leikina. Þessa dagana eiga sér stað ýmsar mælingar og einstaklingsbundndar æfingar. Sigurður mun fyrir lok maímánaðar tilkynna 24 manna hóp sem mun hefja æfingar 11. júní og æfa í um þrjár vikur. Að því loknu verður gefið 10 daga sumarfrí en um miðjan júlí hefst síðan 2ja mánaða landsliðprógramm með ofangreindum leikjum. Í því prógrammi mun endanlegur hópur taka þátt, en það verða 14 – 16 leikmenn. Líkt og í fyrra mun Friðrik Ragnarsson aðstoða Sigurð við þjálfun. Vonandi verður hægt að stilla upp sterkasta liði sem völ er á, því ljóst er að keppnin verður hörð. Það er yfirlýst markmið landsliðsnefndar að liðið vinni sig upp úr B-deildinni, en til að svo megi vera þarf liðið að verða efst í sínum riðli. Seinni umferð riðilsins verður leikin í september 2007. Prógrammið er ánægjulegt þetta árið, því Norðurlandamótið er frábær vettvangur til að stilla saman strengina í liðinu og eins til að sjá hvar við stöndum meðal nágranna okkar. Aðeins tveir þessara leikja verða á Íslandi þetta árið, en það eru jafnframt mikilvægustu leikirnir, gegn Finnlandi og Lúxemburg í Evrópukeppninni. Með von um gott landsliðssumar! Hrannar Hólm formaður landsliðsnefndar |