S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
4.4.2006 | Ólafur Rafnsson
Formannspistill - Myndagluggi
Stjórn KKÍ hefur rekið afar meðvitaða stefnu um mikilvægi heimasíðna hreyfingarinnar, ekki síst þar sem yngri kynslóðin sem alist hefur upp með þessari nýju tækni tileinkar sér afar fljótt allar nýjungar á því sviði. Þannig hefur KKÍ haft skilgreinda stefnu varðandi tíðni, innihald og form frétta og upplýsinga sem birtast á heimasíðu sambandsins - á hverri þú ágæti lesandi ert væntanlega að lesa pistil þennan. Ekki verður farið nánar út í þá fréttastefnu hér. KKÍ tók þá ákvörðun á síðasta ári að gerast aðili að heimsóknarmælingum Modernus á Íslandi, og er okkur ekki kunnugt um hvort aðrar íþróttagreinar hafa tekið slíkt upp. Gerir þetta heimsóknartölur okkar staðfestar, en geta má þess til gamans að undanfarna mánuði hafa heimsóknir á heimasíðuna verið nálægt 60 þúsundum (62.032 í mars), og flettingar nálægt 180 þúsundum (182.478 í mars). Þetta er staðfesting á góðu starfi, og verður raunar að telja þessar tölur afar ásættanlegar í miklu stærri samfélögum en körfuknattleikshreyfingunni á Íslandi. Annað mál eru heimasíður aðildarfélaga KKÍ. Með sama hætti og félögin stóðu að ákvörðun um skyldu til að taka tölfræði og skila henni í sameiginlegan gagnagrunn, tóku félögin einnig ákvörðun um að það væri skilyrði í Iceland Express deild karla að halda úti virkri heimasíðu - að viðlögðum jafn óvinsælu atriði sem sektum. Flest aðildarfélögin halda úti metnaðarfullum heimasíðum, og hefur KKÍ í senn veitt þeim aðhald og viðurkenningu m.a. í formi heimasíðu mánaðarins og ársins. Lögð er þar áhersla á jákvæðni, og breiða umfjöllun um allt starf félagsins, ekki síst yngri flokka. Hafa langflest félögin gert þetta af miklum myndarbrag - og raunar mörg hver verulega bætt um betur svo sem með beinum lýsingum af kappleikjum, eða jafnvel beinum sjónvarpsútsendingum. Metnaður í heimasíðugerð nær langt út fyrir raðir efstu deilda, og í tenglasafni KKÍ má nú finna hvorki fleiri né færri en 30-40 félög sem halda úti heimasíðum, þótt vissulega séu þær mismunandi virkar. Þetta setur körfuknattleikinn framarlega í sókn til framtíðar. Þá má einnig nefna utanaðkomandi fréttamiðla sem sinnt hafa tilteknum þáttum umfjöllunar á netinu afar vel. Sport.is hefur að nokkru fjallað um körfuknattleik, og jafnframt haldið úti líklega virkasta körfuboltaspjallinu hérlendis, og svo er nýjasta viðbótin vefurinn karfan.is sem hefur staðið sig einkar vel í söfnun frétta og upplýsinga um alla þætti körfuknattleiks hérlendis og erlendis - og síðast en ekki síst verið afar duglegir við að taka og birta myndir úr leikjum, sem undirritaður telur sérstaklega ánægjulegt framtak. KKÍ hefur eftir föngum ávallt reynt að vísa reglulega á heimasíðu sinni til þeirra miðla sem fjalla vel um körfuknattleik. Ein er sú nýjung sem pistli þessum er ætlað að kynna til sögunnar, en það er myndagluggi á heimasíðu KKÍ. Þetta hefur vissulega þekkst hjá ýmsum aðildarfélögum, en nú er ætlunin að bjóða upp á daglega mynd úr starfseminni á hverjum virkum degi allt árið um kring. Ráðgert er að þar birtist myndir frá ólíkum tímaskeiðum, og úr gerólíkum hluta starfsins. Er þetta átak hluti í því að fjölga notendum síðunnar, sem og að breikka notendahópinn. Hönnun myndagluggans hefur verið í höndum dugnaðarforksins Gunnars Freys Steinssonar, sem reyndar hefur annast hönnun og umsjón með tveimur síðustu útgáfum heimasíðunnar sem slíkrar - þeirrar nýjustu sem opnuð var s.l. haust. Hefur Gunnar unnið afar óeigingjarnt starf í þessu, og kann ég honum bestu þakkir fyrir fórnfýsina. Til gamans má geta þess að okkur þessum ótæknifróðu gekk afar illa að skilja allar þessar skammstafanir við skilgreiningu myndagluggans - og því urðum við ásáttir um að taka það saman í eina heildarskammstöfun sem allar myndir eru nú birtar á, en það er “formatið” .gfs myndir. Er það von okkar að myndaglugginn mælist vel fyrir, og sérstaklega að eldri og/eða óvirkir félagsmenn okkar leggi leið sína oftar og reglulegar inn á heimasíðu KKÍ. Þá er þess sérstaklega óskað að þeir sem þennan pistil lesa athugi hvort þeir lumi ekki á skemmtilegri mynd úr körfuknattleiksstarfi nútíðar eða fortíðar, til að leggja til í gagnagrunn sambandsins. Munum að netið er ekki bara framtíðin - það er nútíðin... Ólafur Rafnsson, Formaður KKÍ. |