S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
18.1.2006 | Björn Leósson
Líf og fjör á Stjörnuleiksdegi
Erlendu úrvalsliðin unnu báða Stjörnuleiki KKÍ sem fram fóru í DHL-Höll þeirra KR-inga í dag. Í kvennaleiknum vann úrvalsliðið 21 stigs sigur, 98-77, en vann 19 stiga sigur í karlaleiknum, 128-109. A.J. Moye, Keflavík og Meagan Mahoney, Haukum voru valin bestu leikmenn leikjanna, Jeb Ivey, Njarðvík og Lakiste Barkus, Keflavík unnu þriggja stiga skotkeppnina og Valsmaðurinn Richmond Pittman vann síðan troðslukeppnina. Þetta var í 19. sinn sem KKÍ heldur Stjörnuleik KKÍ en fyrsti Stjörnuleikurinn fór fram í Valsheimilinu árið 1988. Undir greinum má finna yfirlit yfir sögu Stjörnuleiks KKÍ en hana má finna hér. Leikur KKÍ gegn styrktu liði íþróttafréttamanna var jafn og spennandi en lyktaði þó með öruggum sigri KKÍ 18-16. Björn Leósson (KKÍ) og hinn geðþekki pistlahöfundur Ólafur Rafnsson (lék í liði íþróttafréttamanna) voru valdir menn leiksins. Lakiste Barkus sigraði í þriggja stige keppni kvenna og Jeb Ivey í þriggja stiga keppni karla eftir mikla keppni við Pál Axel Vilbergsson en framlengja þurfti úrslitakeppni þeirra um titilinn. Þetta var í annað sinn á þremur árum sem Jeb Ivey vinnur þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins en hann vann hana einnig árið 2004. Richmond Pittman úr Val vann troðslukeppnina en hann kom inn í troðslukeppnina eftir að Omari Westley dró sig úr keppninni vegna meiðsla. Við á KKÍ viljum þakka öllum þeim er gerðu daginn mögulegan og þá sérstaklega KR-ingum fyrir frábæra umgjörð og utanumhald á leiknum. Atkvæðamestar í Stjörnuleik kvenna 2006: Úrvalslið íslenskra leikmanna (77 stig): Helena Sverrisdóttir 21 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar, 5 varin skot Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 11 stig, hitti 3 af 6 þriggja stiga skotum Jovana Lilja Stefánsdóttir 10 stig, 3 stoðsendingar Úrvalslið erlendra leikmanna (98 stig): Lakiste Barkus 23 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar, hitti 5 af 8 þriggja stiga skotum Meagan Mahoney 22 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar, 4 stolnir Maður leiksins Tamikki Williams 15 stig, 3 stolnir Þriggja stiga keppni kvenna: 1. Lakiste Barkus, Keflavík 9 stig 2. Stella Rún kristjánsdóttir, ÍS 6 stig 3. Alma Rut Garðarsdóttir, Grindavík 5 stig 3. Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum 5 stig 5. Helena Sverrisdóttir 3 stig Atkvæðamestir í Stjörnuleik karla 2006: Úrvalslið íslenskra leikmanna (109 stig): Páll Axel Vilbergsson 21 stig, 8 fráköst, hitti 5 af 11 þriggja stiga skotum Magni Hafsteinsson 16 stig, 8 fráköst Pétur Már Sigurðsson 13 stig Hörður Axel Vilhjálmsson 9 stig, 5 stoðsendingar Úrvalslið erlendra leikmanna (98 stig): Jovan Zdravevski 25 stig, 11 fráköst á 19 mín., hitti úr 10 af 14 skotum (5/7 í 3ja) A. J. Moye 21 stig, 8 stoðsendingar, Maður leiksins Nemanja Sovic 20 stig, 8 fráköst á 14 mín. Jev Ivey 15 stig, 3 stoðsendingar, hitti úr 6 af 9 skotum (3/5 í 3ja) Jeremiah Johnson 13 stig, 6 stoðsendingar, 5 stolnir Igor Beljanski 11 stig, 12 fráköst, 3 stoðsendingar á 14 mín. Þriggja stiga keppni karla: 1. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 10 stig 1. Jev Ivey, Njarðvík 10 stig 3. Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli 9 stig 3. Jason Pryor, Haukum 9 stig 5. Derrick Stevens, Stjörnunni 8 stig 6. brynjar Þór Björnsson, KR 7 stig 6. Pétur Már Sigurðsson, Skallagrími 7 stig 8. Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavík 6 stig Úrslit 1. Jeb Ivey, Njarðvík 11 stig 1. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 11 stig Úrslit, framlenging 1. Jeb Ivey, Njarðvík 12 stig 2. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 10 stig Troðslukeppni karla: 1. Richmond Pittman, Val 56 stig 2. Egill Jónasson, Njarðvík 54 stig 3. Matthías Ásgeirsson, Val 50 stig Robert Sargeant úr ÍR, Magni Hafsteinsson, Snæfelli og A. J. Moye úr Keflavík tóku einnig þátt í keppninni. |