S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
30.11.2005 | Björn Leósson
Nefndakynningar - Aganefnd
Aganefnd KKÍ er sú nefnd sambandsins sem hvað fæstir vilja eiga viðskipti við. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða um agabrot allra þeirra aðila sem að einum körfuboltaleik koma. Algengast er að leikmenn eða þjálfarar séu kærðir til nefndarinnar, en einnig tekur nefndin fyrir kærur á hendur félögunum og forystumönnum þeirra og áhorfendum og jafnvel dómurum. Aganefnd er skipuð þremur mönnum, formaður aganefndar er Ágúst Jóhannesson, en aðrir nefndarmenn eru Hrafn G. Johnsen og Ingimar Ingason. Þar að auki er það markmið nefndarinnar draga úr eins og hægt er óprúðmannlegri framkomu í keppni á vegum KKÍ. Til að fyrirbyggja agabrot eða draga úr þeim getur aganefnd komið með tillögur til KKÍ að reglubreytingum eða með tilmælum til þeirra sem að leikjum koma. Fundir aganefndar eru haldnir á þriðjudögum. Nefndin nýtir sér gjarnan tæknina og heldur símafundi í þeim tilvikum sem því verður við komið. Stundum er þó nauðsynlegt fyrir nefndina að koma saman og er það einkum í þeim tilvikum sem heimilaður er munnlegur málflutningur. Á fundum sínum tekur aganefnd fyrir þau mál sem send hafa verið til hennar fyrir kl. 13:00 á mánudeginum á undan. Þegar úrslitakeppni stendur yfir kemur aganefnd hins vegar saman um leið og kæra berst. Algengast er að aganefnd úrskurði aðila í eins leiks bann, en í alvarlegri tilvikum er beitt þyngri refsingu og einnig ef um endurtekin brot er að ræða. Leikbönn taka gildi á hádegi föstudeginum eftir að úrskurður er kveðinn upp. Bönnin eru jafnan afplánuð í þeim flokki sem brot var framið í. Aganefnd er þó heimilt að úrskurða brotlega aðila í bann í öllum flokkum ef um alvarlegt eða ítrekað brot er að ræða. Algengasti framgangur kæru er sá að dómari kærir leikmann/þjálfara. Það gerir hann á sérstöku og takmörkuðu vefsvæði á vef Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Kæran fer í tölvupósti til allra nefndarmanna í aganefnd, sem og til mótastjóra KKÍ, Björns Leóssonar sem er milliliður félaganna og aganefndar. Hann sendir félagi hins kærða kæruna, en félagið hefur einn sólarhring til að óska eftir munnlegum málflutningi. Mótastjóri sér einnig um að tilkynna félögunum um úrskurði aganefndar. Yfirleitt fær aganefnd 40-50 kærur til meðferðar á hverju keppnistímabili. Fæstar þeirra rata á síður dagblaða eða á dagskrá ljósvakamiðla. Þær fáu sem það gera á hverju ári verða þó oft mjög fyrirferðarmiklar á þeim vettvangi og fjörugar umræður skapast um þær, ekki hvað síst á spjallþráðum á vefnum. Og sýnist þá sitt hverjum. |