© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
23.4.2001 | Óskar Ó. Jónsson
44 stig frá Jóni Arnóri hjá KR í úrslitaleik unglingaflokks
Körfuknattleiksmaðurinn ungi og efnilegi Jón Arnór Stefánsson, sem á föstudagskvöld var valinn besti nýliði Epsondeildarinnar, skoraði 44 stig í 78-70 sigri KR á Breiðabliki í úrslitleik Íslandsmóts unglingaflokks í dag. Jón Arnór skoraði 23 af stigum sínum í seinni hálfleik en KR-liðið gerði samtals 32 stig í seinni hálfleiknum. KR vann þarna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í yngri flokkum í vetur og getur Jón Arnór bætt einum við þar sem hann er kominn með KR-liðinu í úrslit drengjaflokks. Jón Arnór hitti úr 11 af 17 skotum sínum utan af velli í leiknum og setti niður 18 af 21 vítum en 15 sinnum var brotið á honum í leiknum. Jón Arnór skoraði úr 10 af 13 síðustu skotum sínum í leiknum og nýtti öll 4 þriggja stiga skot sín. Auk 44 stiga, tók Jón Arnór 7 fráköst, stal 5 boltum, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Það er ekki úr vegi að skoða nánar tölfræði Jóns Arnórs í leiknum í Austurbergi.
Jón Arnór Stefánsson KR gegn Breiðabliki í Austurbergi 22/4/2001
1. leikhluti: 12 af 26 stigum KR (46%), Breiðablik gerði 18. Hitti úr 3 af 6 skotum (50%) 1/1 í 3ja og 5 af 6 vítum (83%). 1 frákast, 1 bolta náð og 1 stoðsending.
2. leikhluti: 11 af 18 stigum KR (61%), Breiðablik gerði 20. Hitti úr 2 af 3 skotum (67%) og 5 af 6 vítum (83%). 1 frákast, 2 boltum náð og 2 varin skot.
3. leikhluti: 8 af 14 stigum KR (57%), Breiðablik gerði 17. Hitti úr 2 af 4 skotum (50%) og 4 af 4 vítum (100%). 2 fráköst, 2 boltum náð og 2 stoðsendingar.
4. leikhluti: 15 af 20 stigum KR (75%), Breiðablik gerði 15. Hitti úr 4 af 4 skotum (100%) 3/3 í 3ja og 4 af 5 vítum (80%). 3 fráköst, 1 stoðsending og 1 varið skot.

Samtals: 44 af 78 stigum KR (56%), Breiðablik gerði 70. Hitti úr 11 af 17 skotum (65%) 4/4 í 3ja og 18 af 21 víti (86%). 7 fráköst, 5 boltum náð, 4 stoðsendingar og 3 varin skot.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Óskarsson tekur við viðurkenningu frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ í tilefni af 1000. leiknum sem Kristinn dæmdi á mótum á vegum KKÍ. Kristinn er aðeins þriðji dómarinn til að ná þessum merka áfanga en kollegar hans Jón Otti Ólafsson og Rögnvaldur Hreiðarsson hafa einnig náð að kljúfa 1.000 leikja múrinn.
Leikur nr. 1.000 var viðureign Vals og Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla 4. janúar 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið