© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
8.11.2005 | Ólafur Rafnsson
Bakgrunnur yngri landsliða
Í síðasta pistli var af veikum mætti reynt að varpa ljósi á afrek ungmennalandsliða Íslands í körfuknattleik á liðnu sumri. Í lok pistilsins var velt vöngum yfir því hversu sjálfsagður eða eðlilegur þessi árangur sé.

Undirritaður hefur – bæði hérlendis og erlendis – fengið ítrekað þá spurningu hvað við séum að gera hér á þessu litla landi sem geri þennan árangur mögulegan. Tel ég þar ýmislegt koma til, en umfram allt samspil ómissandi grunnþátta.

Í fyrsta lagi vil ég nefna til gott skipulag unglingamála, hvort heldur er innan vébanda aðildarfélaga okkar eða sérsambandsins. Samstarf og óeigingirni hefur einkennt það starf, og eiga félögin mikinn heiður skilinn við grasrótarstarfið undir afar erfiðum kringumstæðum. Innan sérsambandsins hefur árangurinn e.t.v. einkum falist í því að metnaðarfullir einstaklingar hafa valist til starfa í unglinganefnd sambandsins undir dyggri formennsku Björns M. Björgvinssonar fyrrverandi formanns KKÍ.

Í öðru lagi skal á það bent að á undanförnum árum hefur sprottið upp ný stétt afar áhugasamra og skynsamra unglingaþjálfara – einstaklinga sem hafa fundið metnað í þjálfun yngri landsliða, fremur en að hafa það sem “aukabúgrein” samhliða meistaraflokkum. Ég á vitaskuld afar erfitt með að nafngreina einn öðrum fremur á þessum vettvangi, en ég tel fyllilega verðskuldað að draga fram aðdáun á ósérhlífni og áhuga þessara einstaklinga.

Í sameiningu hafa unglinganefnd og þjálfarar nú bryddað upp á þeirri nýbreytni að vera farin að reka á eftir stjórn KKÍ að fara að skipuleggja undirbúning yngri landsliða þegar snemma að hausti. Er það afar ánægjuleg þróun og gaman að vera skammaður af slíkum áhuga – en geta ber þess að fyrir einungis 2-3 árum síðan þá hófst fyrsti undirbúningur slíkra verkefna jafnan í febrúar/mars ár hvert, og þótti ýmsum nóg um.

Í þriðja lagi eru það leikmennirnir sjálfir. Dugnaður íslenskra ungmenna hvað þetta varðar er ótrúlegur, hvort heldur um er að ræða fórnir í sambandi við ferðalög eða æfingatíma, fjárhagslegar fórnir við vinnutap eða greiðslu ferðakostnaðar, eða fórn skemmtana með félögunum eða sumarleyfi með fjölskyldunni.

Hefur undirritaður raunar af takmarkaðri faglegri þekkingu sinni á því sviði sett fram þá þjálfunarfræðílegu kenningu að þær fórnir sem leikmenn ungmennalandsliða Íslands færa hafi skilað sér beint í formi árangurs. Aðilar sem hafi fórnað svo miklu og lagt svo mikið á sig til að komast á áfangastað fái aukakraft til að komast alla leið – aukakraft sem vinni upp nokkra sentimetra í meðalhæð og nokkra kolla í okkar heimsfræga höfðatölumeðaltali.

Þrátt fyrir framangreinda kenningu ætla ég ekki að mæla því bót að þetta fyrirkomulag sé viðvarandi til framtíðar – ég hygg raunar að þrátt fyrir kenningu um árangur þá megi eitthvað á milli vera. Það verður ekki hægt að bjóða leikmönnum og foreldrum upp á slíkt til lengri framtíðar, og úrræðaleysi fjárvana sambands í raun sárgrætilegt.

En það verður ekki af þessum leikmönnum tekið að þeir hafa unnið hug og hjörtu Evrópu.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Teitur Örlygsson í leik gegn Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið