© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
14.10.2005 | Gylfi Freyr Gröndal
Æfir körfu þrátt fyrir fötlun
Það hefur skapast hefð hjá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, að láta ágóðann af leikjum í Meistarakeppninni renna til góðgerðarmála. Meistarakeppnin var haldin á dögunum og var ákveðið að styrkja foreldrasamtök barna með axlarklemmu. Svo skemmtilega vill til að hjá Breiðabliki æfir einn strákur þar í minniboltanum, Sigurbjörn Eyþórsson, sem fékk axlarklemmu við fæðingu. Hann fór strax í aðgerð og æfir nú körfubolta af kappi.

Heimasíða KKÍ setti sig í samband við Sigurbjörn og lagði fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar.

Hvað ertu gamall?
Ég er 11 ára.

Með hvaða liði æfirðu körfubolta?
Ég æfi með Breiðabliki í Kópavogi.

Hvað ertu búinn að æfa lengi?
Þetta er þriðji veturinn minn.

Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Salaskóla.

Hvað er skemmtilegast við körfubolta?
Það er gaman á æfingum hjá okkur en samt er langskemmtilegast að keppa við önnur lið og fara á mót og svoleiðis.

Nú fékkst þú að afhenda sigurlaunin í Meistarakeppninni, hvernig tilfinning var það?
Það var mjög gaman og ég er alveg til í að gera það einhvern tímann aftur!

Hvernig fannst þér leikirnir á sunnudaginn?
Þeir voru báðir mjög skemmtilegir, karlaleikurinn var meira spennandi svo ég fylgdist meira með honum.

Á hvað stefnir þú í framtíðinni ?
Draumurinn er auðvitað að komast að hjá einhverju NBA-liði í Bandaríkjunum þegar ég verð eldri. Til þess að það gerist þarf ég að æfa af kappi og ég veit vel af því.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Stjórnarmenn í körfuknattleiksdeild Hauka, þeir Ásgrímur Ingólfsson og Skúli Valtýsson, með íslandsbikarinn í kjölfar sigurs Hauka 1988.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið