© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
14.10.2005 | Gylfi Freyr Gröndal
Æfir körfu þrátt fyrir fötlun
Það hefur skapast hefð hjá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, að láta ágóðann af leikjum í Meistarakeppninni renna til góðgerðarmála. Meistarakeppnin var haldin á dögunum og var ákveðið að styrkja foreldrasamtök barna með axlarklemmu. Svo skemmtilega vill til að hjá Breiðabliki æfir einn strákur þar í minniboltanum, Sigurbjörn Eyþórsson, sem fékk axlarklemmu við fæðingu. Hann fór strax í aðgerð og æfir nú körfubolta af kappi.

Heimasíða KKÍ setti sig í samband við Sigurbjörn og lagði fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar.

Hvað ertu gamall?
Ég er 11 ára.

Með hvaða liði æfirðu körfubolta?
Ég æfi með Breiðabliki í Kópavogi.

Hvað ertu búinn að æfa lengi?
Þetta er þriðji veturinn minn.

Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Salaskóla.

Hvað er skemmtilegast við körfubolta?
Það er gaman á æfingum hjá okkur en samt er langskemmtilegast að keppa við önnur lið og fara á mót og svoleiðis.

Nú fékkst þú að afhenda sigurlaunin í Meistarakeppninni, hvernig tilfinning var það?
Það var mjög gaman og ég er alveg til í að gera það einhvern tímann aftur!

Hvernig fannst þér leikirnir á sunnudaginn?
Þeir voru báðir mjög skemmtilegir, karlaleikurinn var meira spennandi svo ég fylgdist meira með honum.

Á hvað stefnir þú í framtíðinni ?
Draumurinn er auðvitað að komast að hjá einhverju NBA-liði í Bandaríkjunum þegar ég verð eldri. Til þess að það gerist þarf ég að æfa af kappi og ég veit vel af því.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Körfuknattleiksfólk úr ÍR, bæði meistaraaflokki karla og kvenna, auk yngri flokka, í hópmyndatöku, líklega 1984.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið