S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
6.4.2005 | Ólafur Rafnsson
Kærumál
Undirritaður hefur aldrei farið dult með andúð sína almennt á tilvist kærumála innan íþróttahreyfingarinnar. Ekki endilega andúð á vilja manna til að sækja rétt sinn eða vernda hagsmuni – heldur fremur þeim aðstæðum sem valda því að til kærumála þarf að koma, af hvaða orsökum sem slíkt annars kann að vera. Eftir hugarmálun undirritaðs með því að búa til dramatíska myndlíkingu um tjáningarfrelsi innan hreyfingarinnar verður að segjast eins og er að lið Keflavíkur fékk mikla sleggju á fingurinn með leiðum mistökum sem virðast hafa orðið í leik þeirra gegn Snæfellingum s.l. mánudagskvöld. Sleggjan var að þessu sinni ekki í höndum prýðilegra dómara leiksins, heldur starfsmanna ritaraborðs, þótt væntanlega dyljist engum að um óviljaverk hafi verið að ræða. Þörfin fyrir tjáningarfrelsi – þráin til réttlætis, sem er svo mannleg – gerði sannarlega vart við sig af þeim sökum. Umsvifalaust var send kæra til dómstóls KKÍ með kröfu um endurtekningu leiks. Ég hygg að þrátt fyrir andúð á kærumálum almennt þá hafi flestir haft einhvern skilning á þeim viðbrögðum Keflvíkinga. Í ljósi fyrri pistla um mannleg mistök við framkvæmd leikja verður það að teljast viss “léttir” fyrir KKÍ að sá aðili sem tilnefndur var eftirlitsmaður af hálfu dómaranefndar KKÍ var enginn annar en Pétur Hrafn Sigurðsson – framkvæmdastjóri sambandsins til 17 ára – aðili sem nýtur meiri virðingar en nokkur annar í þeirri stöðu hérlendis, og eini löggilti FIBA eftirlitsmaðurinn sem íslenskur körfuknattleikur hefur nokkru sinni átt, og þaulreyndur sem slíkur á erlendum vettvangi. Ég segi “léttir” einfaldlega vegna þess að fáir aðrir hefðu höndlað betur eftirmálana en Pétur Hrafn og jafnframt að þessi staðreynd undirstrikar betur en flest annað hversu mögulegt er fyrir öll okkar að gera mannleg mistök, og að þessu sinni var það ekki skipulag eða uppbygging eftirlitsmála KKÍ sem brást – eins og líklega kynni fljótlega að hafa verið gert að aðalatriði máls ef einhver annar en Pétur Hrafn hefði setið í þeim stóli. Ekki má gleyma því að það var ekki Pétur Hrafn sem gerði umrædd mistök – honum brást einfaldlega að sjá mistök á ritaraborði – en það var engu að síður hann sem kom einlægur og heiðarlegur fram í Olíssporti í gærkvöldi – viðurkenndi sinn þátt málsins og útskýrði þau mistök sem höfðu átt sér stað. Lög KKÍ eru ekki hönnuð fyrir atburði sem þessa. Að því komust menn þegar farið var að skoða leiðir við framhald málsins – lög um dómstóla KKÍ gera beinlínis ekki ráð fyrir hagsmunum af skilvirkni í úrslitakeppni, líkt og t.d. reglugerð um aganefnd. Stefndi því í mikla óvissu með framhald málsins, einkum varðandi tímaferli vegna mögulegra áfrýjana. Í ljósi þessa verður það að teljast drengskaparbragð af hálfu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur þegar Hrannar Hólm lýsti því óvænt yfir í símaviðtali í áðurnefndum Olíssportþætti í gærkvöldi að vegna hagsmuna mótahaldsins hafi þeir á fundi fyrr um kvöldið ákveðið að draga kæruna til baka. Af slíku yfirveguðu hagsmunamati eru viðkomandi menn að meiri – og ber að virða slíkar ákvarðanir. Úr því sem komið er verður því ekki úr þessu tiltekna ágreiningsefni skorið fyrir dómstóli KKÍ, og þarf kkd. Keflavíkur án efa að lifa við þá drengilegu ákvörðun sem þeir tóku – ef t.d. svo færi að þeir töpuðu einvíginu. Ég trúi hinsvegar vart öðru en að dyggir stuðningsmenn liðsins skilji ákvörðunina og virði þeim til betri vegar hverjar sem lyktir einvígisins kunna að verða. Undirritaður er þó sannfærður um að slík ákvörðun sé til þess fallin að auka einbeitingu liðsins í næstu leikjum að körfuknattleiknum sjálfum, og óþarfa orka sem ella hefði farið í umrætt deilumál nýtist innan vallar. Það að setja hugarfarið ofar bólgnum fingri kann að vera farsælt í stöðunni. Eftir þessa sólahringsatburðarrás er hinsvegar ólíklegt að nokkur íbúi Stykkishólms og Reykjanesbæjar – eða nokkur landsmanna ef út í það er farið – vilji missa af sekúndu þeirra viðureigna liðanna sem framundan eru. Ólafur Rafnsson, Formaður KKÍ |