© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1.4.2005 | Ólafur Rafnsson
Mikilvægasti leikmaðurinn
Eitt meginhlutverk Körfuknattleikssambands Íslands er að standa fyrir mótahaldi allra keppnisflokka í körfuknattleik hérlendis, og krýna sigurvegara á mótum. Má segja að mótahaldið sé markmið með starfi aðildarfélaganna og að Íslandsmeistaratitill sé flaggskipið í flóru okkar mótahalds.

En árlega stendur KKÍ jafnframt fyrir vali einstaklingsverðlauna. Löng hefð er fyrir vali einstaklinga sem gert er opinbert á lokahófi sambandsins ár hvert, og miðar við viðkomandi keppnistímabil. Einnig eru valin körfuknattleiksmaður- og kona ársins í tengslum við val Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á íþróttamanni ársins, en þar er miðað heildstætt við árangur þess íþróttamanns á viðkomandi almanaksári, og koma þar fleiri atriði til skoðunar s.s. landslið og árangur á alþjóðlegum vettvangi.

Val einstaklingsverðlauna á lokahófi hefur skv. hefðinni verið í nokkuð föstum skorðum. Er það nokkuð mikilvægt m.a. vegna samræmis og samanburðar á milli ára. Eru forsendur valsins þær að árangur reglulegrar deildakeppni – áður en úrslitakeppni fer fram – hefur verið lagður til grundvallar, og liggja þar að baki sjónarmið um jafnræði leikmanna, þ.e. að það sjónarmið að menn eigi ekki sem einstaklingar að skaðast eða hagnast af árangri liðsheildarinnar.

Leikmenn og þjálfarar deildarinnar annast valið, og er þar í sjálfu sér um huglægt mat að ræða. Óheimilt er að velja einstaklinga í eigin liði. Þetta lýðræðislega fyrirkomulag hefur vissulega kosti og galla, og á hverju ári koma fram sjónarmið með og móti – eins og venjulega hafa menn skoðanir í samræmi við niðurstöður “sinna” einstaklinga. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Ég hygg að við munum seint finna upp fyrirkomulag sem kemur í veg fyrir slík skoðanaskipti.

Sjónarmið hafa einnig komið fram um að hér sé í sumum tilvikum um að ræða n.k. “vinsældakosningu”. Ég hygg raunar að slík sjónarmið séu ofmetinn þáttur í niðurstöðu, en ætla að öðru leyti ekki að taka afstöðu til þess hér. Hinsvegar bið ég menn að hafa í huga að það er ekki sjálfgefið að árangur liðs í keppni feli í sér samhliða að menn verðskuldi einstaklingsverðlaun.

Þvert á móti má jafnvel í sumum tilvikum færa fyrir því rök að það hafi einmitt verið vegna heildstæðrar liðsheildar sem sigur vannst – að árangurinn hafi ekki staðið og fallið með einstaklingum. Sá árangur liðsins er hinsvegar fyrst og síðast verðlaunaður með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum – sem má ekki rugla saman við einstaklingsverðlaunin.

Fremur má taka undir sjónarmið um að árangur reglulegrar deildakeppni skekki niðurstöðurnar í kjölfar spennandi úrslitakeppni sem er ferskari í huga körfuknattleiksáhugamanna, fjölmiðla og almennings – þar sem e.t.v. vissir aðilar blómstruðu við að landa sjálfum titlinum, en voru kannski ekki jafn áberandi á sjálfu keppnistímabilinu.

Til að koma á móts við þessi sjónarmið hefur KKÍ ákveðið að standa fyrir sérstökum verðlaunum í úrslitaviðureignum efstu deilda meistaraflokkanna, þ.e. annarsvegar í rimmu Keflvíkinga og Grindvíkinga í 1. deild kvenna og hinsvegar í rimmu Keflvíkinga og Snæfellinga í Intersportdeild karla. Mun verða valinn mikilvægasti leikmaður hvorrar rimmu um sig.

Valið mun fara þannig fram að framkvæmdastjóra KKÍ – Hannesi Stern Hjálmarssyni – mun verða falið visst einræðisvald í þeim efnum, og honum skipaðir sérfróðir ráðgjafar til fulltingis. Hér er í raun um að ræða alþekkt fyrirkomulag í stærstu deildum veraldar. Verðlaunaafhendingin mun fara fram áður en sjálfur Íslandsbikarinn verður afhentur.

Hér er um tilraun að ræða – ég bið menn að taka formi og niðurstöðu af nauðsynlegri jákvæðni.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
UMFN og KR mættust í Bikarúrslitaleiknum í 10. flokki karla 2008 á Bikarúrslitahelginni sem haldin var í Keflavík. UMFN vann 77-53 og var Valur Orri Valsson sem er hér til vinstri valin maður leiksins. Með honum að taka við bikarnum er Oddur Birnir Pétursson en þeir eru fyrirliðar Njarðvíkur. Feður þeirra beggja, Valur og Pétur, léku lengi með Njarðvík á sínum yngri árum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið