© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
4.2.2005 | Hannes B. Hjálmarsson / Björn Leósson
Bikarúrslit og breytt dagsetning
Eins og glöggir körfuboltaáhugamenn hafa eflaust tekið eftir, þá er að mestu leiti gert hlé á mótahaldi sambandsins nú um helgina. Ástæða þess er sú að morgundagurinn, laugardagurinn 5. febrúar átti að vera bikarúrslitadagur hjá okkur Höllinni. Það er stefna sambandsins að hafa sem fæsti leiki í gangi þegar stórviðburðir eru í mótahaldinu, svo sem bikarúrslit.

Því miður varð að færa bikarúrslitaleikinn til 13. febrúar og verða ástæður þess raktar hér að neðan. Þessi færsla hefur nokkur áþægindi í för með sér og er klárlega ekki gerð nema nauðsyn beri til. Hún kallar einnig á færslu á nokkrum öðrum leikjum, en óhjákvæmilega er ekki hægt að færa alla viðburði eða leiki, svo sem fjölliðamót yngri flokka.

Sl. haust gerði KKÍ sjónvarpssamning við RÚV vegna sýninga á leikjum í bikarkeppnum KKÍ og fl. Einn stærsti hluti þess samnings er að Sjónvarpið sýnir beint bikarúrslitaleiki karla og kvenna. Þegar farið var að skoða dagatalið og gera áætlanir fyrir árið 2005 kom í ljós að vegna þess hvernig helgar standa af sér á árinu, þá ber úrslitahelgi HM í handbolta í Túnis upp á sömu helgi og bikarúrslitin áttu að vera hjá okkur. Ljóst var að Sjónvarpið myndi sýna leiki frá mótinu þennan dag, hvort sem íslenska landsliðið yrði þar að leika eða ekki. Nú voru góð ráð dýr og menn fóru á stúfana að kanna hvað hægt væri að gera til þess að bikarúrslitunum okkar yrði sjónvarpað.

Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að eini möguleikinn til að leikirnir gætu farið fram í Laugardalshöll og hægt væri að sýna þá í sjónvarpinu, væri að hafa leikina sunnudaginn 13. febrúar. Já, sunnudagur er kanski ekki besti dagurinn til að leika þessa leiki. Laugardagur hefur hingað til verið “dagurinn” en að það var mat manna að það væri skárri kostur að leika í Laugardalshöll á sunnudegi, en á laugardegi í einhverju öðru húsi, sem menn höfðu reyndar ekki fundið. Reyndar er allt annað en sjálfgefið hvaða íþróttahús geti verið “varavöllur” fyrir Laugardalshöll og þá á ég við hlutlaus völlur, en ekki heimavöllur einhvers liðsins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bjarni Gunnar Sveinsson leikmaður ÍS á áttunda áratugnum
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið