© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
12.4.2001 | Óskar Ó. Jónsson
Tölur úr öðrum leik Njarðvíkur og Tindastóls
Hér á eftir fara nokkrar fróðlegar tölur sem stóðu upp úr eftir annan leik úrslitaeinvígis Njarðvíkur og Tindastóls á Sauðakróki á þriðjudag. Njarðvík vann leikinn 79-100 og má finna tölfræði leiksins (box score) hér.

19. Tindastóll mátti sætta sig við fyrsta tapið á heimavelli í vetur í 19. heimaleiknum. Tindastóll vann alla 11 leiki sína í deildinni á Króknum, báða í Kjörísbikarnum og hafði unnið fyrstu 5 leiki sína í Síkinu í úrslitakeppninni.

16 Logi Gunnarsson skoraði 16 af 36 stigum sínum í þriðja leikhluta þegar Tindastólsmenn gerðu 18 allir saman. Logi hitti úr 7 af 10 skotum sínum í fjórðungnum og 15 af 25 skotum sínum í leiknum en auk 36 stiga átti hann 5 stoðsendingar. Njarðvíkingar unnu leikinn í þessum fjórðungi skoruðu 28 stig í þriðja leikhluta og voru komnir 17 stigum yfir í lok hans.

27%-30%-32%-46% Tindastólsmenn hittu aðeins úr 28,6% skota sinna í fyrri hálfleik (42/12) en jákvæðast var fyrir Stólanna því að þeir bættu skotnýtinguna með hverjum fjóðrungi og nýttu að lokum 46,2% skota sinna í fjórða og síðasta leikhluta.

Skotnýting Tindastóls eftir leikhlutum í öðrum leik:
1. leikhluti 22/6(27%)
2. leikhluti 20/6(30%)
3. leikhluti 22/7(32%)
4. leikhluti 26/12(46%)

11/8 Teitur Örlygsson hefur hitt úr 8 af síðustu 11 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu. Teitur hefur nýtt 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum (60%) í einvíginu og státar alls af 65% skotnýtingu í leikjunum tveimur (20/13).

13 Adonis Pomones leikstjórnandi Tindastóls klúðraði þrettán sóknum sjálfur í öðrum leiknum, misnotaði 10 af 12 skotum sínum og tapaði 3 boltum. Pomones hefur aðeins nýtt 5 af 20 skotum sínum (25%) og tapað 9 boltum til Njarðvíkinga í einvíginu til þessa.

58 af 79 Tindastólsmenn fengu 58 af 79 stigum sínum í leiknum frá stóru mönnum sínum, Shawn Myers (27), Svavari Birgissyni (19) og Michail Antropov (12) en þeir félagar nýttu 52,3% skota sinna í leiknum (42/22) og tók 29 fráköst saman þar af 17 í sókn.

7 Friðrik Stefánsson tók 7 af 16 fráköstum sínum í þriðja leikhluta þegar hann fór mikinn undir körfunni. Friðrik tók 4 af þessum fráköstum í sókn, auk þess að skora 3 stig, fiska 4 villur, verja 2 skot og gefa 2 stoðsendingar á þeim 8 mínútum sem hann lék í þriðja leikhluta.

11-10-11 Brenton Birmingham var með þrefalda tvennu í öðrum leiknum þrátt fyrir að vera veikur. Brenton skoraði 11 stig (9 í seinni hálfleik), tók 10 fráköst (6 í sókn) og gaf 11 stoðsendingar (6 í fyrri hálfleik). Brenton er með 18,5 stig, 8,5 stoðsendingar og 8 fráköst að meðaltali í leikjunum tveimur. Brenton nýtti reyndar skotin sín aðeins 31% (5 af 16) og tapaði 5 boltum og hefur alls tapað 13 boltum í leikjunum tveimur.

45 Alls tóku liðin 45 sóknarfráköst í öðrum leiknum, Tindastólsmenn 23 og Njarðvíkingar 22. Njarðvíkingar tóku flest sóknarfráköst í einum fjórðungi eða 9 í þriðja leikhluta en Stólarnir tóku að minnsta kosti 5 sóknarfráköst í öllum fjórðungunum og mest sjö í fjórða og síðasta leikhlutanum.

23-14 Tindastólsmenn fengu 23 stig út úr þeim sóknum sem þeir náðu að framlengja með sóknarfráköstum en Njarðvíkingarnir aðeins 14 (þrátt fyrir að taka 22 fráköst í sókn). Sex af þeim sóknum sem Njarðvíkingar framlengdu náðu ekki að skila körfu. Njarðvíkingar náðu sem dæmi að taka 5 sóknarfráköst í sömu sókn í öðrum fjórðungi en það dugaði þó ekki til þess að fá stig í þeirra sókn sem endaði með að Brenton Birmingham fékk dæmdan á sig ruðning.

37-19 Tindastólsmenn hafa fengið 18 fleiri stig frá bekknum heldur en Njarðvíkingar í fyrstu tveimur leikjunum eða 37 gegn 19. Varamenn Tindastóls skoruðu 12 stig í fyrsta leiknum (gegn 5) og 25 í öðrum leiknum (gegn 14). Vandamálið er að byrjunarlið Njarðvíkinga er að skora 63 stigum fleiri en kollegar þeirra hjá Stólunum (170-107).

8,8% Þriggja stiga skotnýting Tindastólsmanna er skelfileg í fyrstu tveimur leikjunum eða aðeins 8,8%. 31 af 34 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa misfarist og Stólarnir klikkuðu meðal annars á fyrstu 20 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu. Á sama tíma hafa Njarðvíkingar gert 25 þriggja stiga körfur (úr 63 skotum, 39,7%) og fengið því 66 fleiri stig út úr þriggja stiga skotum en Sauðkrækingar (75-9).

16/4 Vítanýting Njarðvíkinga var hörmuleg í öðrum leiknum eða aðeins upp á 25% þar sem 12 af 16 vítum rötuðu ekki rétta leið. Njarðvíkurliðið hefur nýtt vítin sín undir 50% í leikjunum tveimur (48,3%, 29/14) á meðan Stólarnir hafa sett 62,8% sinna víta niður (43/27).

25,5 Mínútur að meðaltali sem Teitur Örlygsson hefur leikið í fyrstu tveimur leikjunum en samt hefur þessi snjalli framherji skorað 19 stig, tekið 6,5 fráköst, gefið 3 stoðsendingar og stolið 2 boltum að meðaltali auk þess að nýta 13 af 20 skotum sínum (65%) og státa af bestu skotnýtingu allra í einvíginu til þessa (af þeim sem hafa skorað að minnsta kosti 6 körfur).

17 Stig úr hraðaupphlaupum hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta það er sóknum sem klárast áður en varnarliðið er komið fullskipað á varnarhelming. Alls skoruðu Njarðvíkingar 25 slík stig í leiknum gegn aðeins sex hjá Stólunum.

7 af 58 Skotnýting bakvarða Tindastóls í fyrstu tveimur leikjum er aðeins upp á 12%. Bakverðir liðsins hafa misnotað 51 af 58 skotum. Aðrar leikstöður liðsins státa aftur á móti af 49,5% skotnýtingu (101/50).

Skotnýting bakvarða Tindastóls í fyrstu tveimur leikjunum:
Adonis Pomones 20/5 (25%)
Friðrik Hreinsson 10/2 (20%)
Lárus Dagur Pálsson 17/1 (6%)
Ómar Sigmarsson 10/0 (0%)
Ágúst Ágústsson 1/0 (0%)


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá stofnfundi Körfuboltaútgáfunnar ehf. sem gaf út tímaritið “Karfan” árið 1993.  Ólafur Johnson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Einar Bollason, Ólafur Rafnsson, Hannes Ágúst Guðmundsson, Haukur Hauksson, Sverrir Sverrisson og Björn Leósson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið