© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
6.1.2005 | Ólafur Rafnsson
Íþróttamaður ársins 2004
Ég vil byrja á því að óska öllum körfuknattleiksunnendum gleðilegs árs með þökk fyrir eitt stórkostlegasta ár í sögu íslensks körfuknattleiks.

Á milli jóla og nýárs var haldið hið árlega hóf þar sem útnefndir voru íþróttamenn sérgreina, og valinn íþróttamaður ársins. Vert er að óska öllum viðeigandi afreksmönnum til hamingju með kjör sitt, og ekki síst íþróttamanni ársins – súperstjörnunni Eiði Smára Guðjohnsen.

Eftirmálar hafa orðið um stöðu fatlaðra íþróttamanna í valinu, og þá einkum varðandi hinn glæsilega fulltrúa Kristínu Rós Hákonardóttur. Undirritaður ætlar sér ekki að skauta þann þunna ís mikið að þessu sinni, en vill láta nægja að vísa til pistils sem ritaður var á þessum vettvangi fyrir réttum tveimur árum síðan.

Ég vil þó taka fram að þótt einhver framför kunnið að hafa orðið varðandi tímabæra viðurkenningu á afrekum okkar fötluðu íþróttamanna þá er enn nokkuð í land. Ég er einn þeirra sem hefði sannarlega viljað sjá Krístínu Rós ofar í kjörinu, þó ekki væri nema til staðfestingar á því að hluti íþróttafréttamanna hefði þar með sýnt fram á í verki að þeir hefðu af heiðarleika og einlægni getað séð fyrir sér fatlaðan íþróttamanni halda á bikarnum eftirsótta.

Þrátt fyrir þetta er það mín skoðun að Eiður Smári Guðjohnsen hafi fullkomlega verðskuldað valið íþróttamaður ársins 2004 – og hef raunar ekki heyrt raddir um annað, enda sigraði hann með miklum yfirburðum. Ég get í sjálfu sér ekki rökstutt þessa skoðun mína með öðru en huglægum sjónarmiðum um það hversu stór stjarna pilturinn er orðinn, góð fyrirmynd og frábær íþróttamaður.

Þetta eru allt huglægir mælikvarðar og endurspegla e.t.v. best þann vanda sem okkar ágætu íþróttafréttamenn standa frammi fyrir og ég fjallaði um í pistli mínum fyrir tveimur árum síðan. Ég ítreka – samt – að t.d. annað sæti fyrir Kristínu Rós, sem að þessu sinni hafði nægt tilefni, hefði opnað fyrir mér nýja sýn á þann kjark að einhverjir íþróttafréttamenn hefðu jafnvel getað séð hana fyrir sér sigra. Annað sæti hefði útrýmt endanlega vafa um það að fatlaðir íþróttamenn geta raunverulega sigrað í þessu vali – og vangaveltur um tvískinnung með aðild þeirra ekki lengur fyrir hendi.

Við athöfnina tók ég hinsvegar eftir því hversu margir íþróttamenn báru erlend nöfn. Vissulega getur þar verið að einhverju leyti um fædda og uppalda mörlanda að ræða með framandi nöfn, en eitthvað segir mér þó að hið fjölþjóðlega umhverfi hér á landi sé farið að setja meira mark sitt á íþróttalífið eins og samfélagið almennt. Þetta er einfaldlega þróun sem við eigum að lifa með og aðlagast og þarf alls ekki að fela í sér neikvæð áhrif eins og sumir virðast telja. Ísland er að verða alþjóðlegra.

Fyrir okkur í körfuknattleiknum er þetta áþreifanlegra þar sem töluverð umræða hefur orðið um hlut erlendra leikmanna sem leikið hafa hér á landi og/eða fengið íslenskt ríkisfang. Þetta vekur auðvitað upp spurningu um það hvenær við munum sjá einn þeirra leikmanna sem körfuknattleiksmann eða –konu ársins. Ég hygg að í ekki svo fjarlægri framtíð standi menn frammi fyrir þeirri ákvörðun.

Ég hef í fyrri pistlum mínum hinsvegar varað við því að menn láti kynþáttafordóma hafa áhrif á skoðanir sínar í þeim efnum – og hef raunar leitt rök að því að hörundslitur geti því miður verið neikvæður áhrifavaldur þegar kemur að ímynd erlendra íþróttamanna hér á landi, og virðist mér fjölmiðlaumfjöllun um þátttöku erlendra leikmanna í körfuknattleik hafa í sumum tilvikum of mikið ráðist af því.

Í því sambandi vil ég nú gera sambærilegan samanburð og ég gerði í gömlum pistli um kynþáttafordóma í íþróttum, en hann er sá að sjá fordómalaust fyrir sér að t.d. Rúnar Alexandersson – sem að ýmsu leyti má búa til þá samlíkingu að hann myndi “landslið” okkar í fimleikum – væri blökkumaður.

Ég vil þó auðvitað ítreka að með þessu dæmi er ekki á nokkurn hátt verið að gagnrýna þann frábæra íþróttamann eða aðstæður við öflun ríkisfangs hans, né heldur að fella dóma yfir góðu starfi Fimleikasambands Íslands, heldur fremur að draga upp mynd sem hver lesandi geti spurt sig heiðarlega að í einrúmi. Rúnar er einfaldlega hentugt “fórnarlamb” slíkrar myndlíkingar til samanburðar við þann raunveruleika sem íslensk körfuknattleikshreyfing hefur þurft í sumum tilvikum að “verja”.

Kjarni þessa pistils er nefnilega að draga fram þá samviskuspurningu hvort það muni reynast íslenskum blökkumönnum jafn erfitt og fötluðum íþróttamönnum að hampa styttunni sem gerð var af tilefni afreka Vilhjálms í Ástralíu á sínum tíma.

Áfram Ísland – í öllum litum.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, stappar hér stálinu í liðsfélag sinn Helgu Einarsdóttur sem var að koma inn á í sínum fyrsta landsleik gegn Sviss að Ásvöllum 27. ágúst 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið