S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
16.11.2004 | Ólafur Rafnsson
Íþróttaakademía
Fyrsti áfangi íþróttaakademíunnar er 2500 fermetra stór bygging sem felur í sér stóran íþróttasal (m.a. með þremur körfuknattleiksvöllum) með tilheyrandi búningsaðstöðu, fyrirlestrasölum, rannsóknaraðstöðu, skrifstofuaðstöðu og fjölnota kennslurými. Byggingin er glæsilega hönnuð, og er ráðgert að hún verði tekin í notkun þegar næsta haust - árið 2005. Framkvæmdastjóri íþróttaakademíunnar er handknattleiksmaðurinn góðkunni Geir Sveinsson, en vert er að geta þess að sá aðili sem bar talsverðan hita og þunga af skipulagsmálum við stofnun íþróttaakademíunnar er enginn annar en Hrannar Hólm, sem er okkur körfuknattleiksmönnum að góðu kunnur - og er raunar núverandi formaður landsliðsnefndar karla hjá KKÍ. Reykjanesbær er um margt athyglisvert sveitarfélag. Vart þarf að minna á að í þessum rúmlega 10 þúsund íbúa bæ er að finna tvö af sigursælustu körfuknattleiksliðum meistaraflokks karla undanfarna áratugi - sem einmitt skipa tvö efstu sæti Intersport-deildarinnar þegar þetta er ritað - og sigursælasta kvennalið íslenskrar körfuknattleikssögu. Bærinn getur státað af ýmsum afrekum á sviði íþrótta, ekki einungis á vettvangi körfuknattleiks. Er það að mínu mati ekki tilviljun, heldur endurspeglar slíkt einfaldlega metnað og viðhorf fyrirsvarsmanna sveitarfélagsins. Hygg ég að vart sé á nokkurn hallað þegar nefnd eru nöfn þeirra Árna Sigfússonar bæjarstjóra og körfuboltastjörnunnar fyrrverandi Stefáns Bjarkasonar framkvæmdastjóra menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. Það er raunar út af fyrir sig athyglisvert hversu sveitarfélög af "millistærð" virðast fremur ná árangri á íþróttasviðinu hérlendis, og þá er átt við stærð á bilinu 10-30 þúsund íbúa. Sjálfur kem ég frá millistóru sveitarfélagi (Hafnarfirði) þar sem einnig hefur ávallt verið þverpólitísk samstaða um að standa vel að íþrótta- og æskulýðsmálum. Svo virðist sem þessi sveitarfélög séu nægilega stór til þess að mynda öflugan kjarna afrekshópa, en þó ekki þunglamalegri en svo að starfið sé skilvirkt og bein milliliðalaus samskipti við íþróttalífið. Þetta er íhugunarefni. Hvað sem því líður þá er vert að óska Reykjanesbæ til hamingju með það skref sem þeir hafa nú stigið í sambandi við íþróttaakademíuna - hún mun án efa verða öllu íþróttalífi á Íslandi til framdráttar. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ. |