S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
13.9.2004 | Ólafur Rafnsson
Frábærir áhorfendur
Leikurinn var hin besta skemmtun, þótt lokatölur leiksins hafi ekki verið samkvæmt vonum og væntingum okkar Íslendinga. Gleði heimamanna var mikil, og full ástæða til að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Þetta er þó einungis áfangi og enn mikið eftir af mótinu þrátt fyrir að Danirnir hafi náð forystu um sinn. Umgjörð leiksins var prýðileg af hálfu Dana, öll hefðbundin atriði nýtt í kynningu og leikhléum. 1.800 áhorfendur mættu í Vejlby-Risskov höllina í Árósum, og létu vel í sér heyra. Það sem undirrituðum þótti þó eftirtektarverðast var að af áhorfendunum voru á annað hundrað Íslendingar, sem stóðu sig hreint út sagt frábærlega og mátti vart á milli sjá og heyra hvort liðið var á heimavelli. Það getur vissulega verið sitt hvað fjöldi áhorfenda og "gæði" áhorfenda. Ekki veit ég hvort þeir Íslendingar sem mættu til að efla þjóðarstoltið í Árósum lesi pistla á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins, en ef svo er þá vil ég senda þeim mínar bestu kveðjur. Ég var stoltur af þeim. Við hjá KKÍ munum án efa gera ýmislegt í því að kryfja orsakir tapsins gegn Dönum, en það er kristaltært að þær skýringar er sannarlega ekki að finna í frammistöðuleysi íslensku áhorfendanna. Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur íslenska landsliðsins gegn Rúmenum í Keflavík næstkomandi sunnudag. Er það von mín og vissa að Íslendingar fjölmenni á þann leik, og taki þátt í því að innbyrða íslenskan sigur með jafn frábærri tjáningu þjóðarstoltsins og Íslendingarnir í Árósum. Áfram Ísland! Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ. |