© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
4.8.2004 | Ólafur Rafnsson
Gróska að sumri
Landslag í afreksstarfi sérsambanda hefur tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum, og hafa – a.m.k. í boltagreinunum þremur – orðið nokkur kaflaskil er varða skiptingu keppnistímabils í tímabil landsliða yfir sumartímann en tímabil félagsliða yfir veturinn. Hjá Alþjóðakörfuknattleikssambandinu, FIBA, er þessi breyting raunar orðin lögbundin, og þurfum við að aðlaga okkur að þeim breytingum.

Við höfum nú í sumar fengið ánægjulegar fregnir af góðum árangri íslenskra landsliða á alþjóðlegum vettvangi, hvort heldur um er að ræða körfuknattleik, knattspyrnu eða handknattleik. Á það ekki síst við um yngri landsliðin, og einnig er athyglisverð gróska í árangri íslenskra kvennalandsliða.

Vil ég nota þetta tækifæri til þess að óska félögum okkar hjá KSÍ og HSÍ til hamingju með ánægjulegan árangur þeirra landsliða, en hafa ber í huga að árangur okkar litlu eyþjóðar hefur í mörgum tilvikum verið eftirtektarverður þrátt fyrir að ekki hafi keppendur ávallt komið með gullmedalíu heim í farteskinu. Andstæðingarnir hafa oftar en ekki verið stórþjóðir álfunnar.

Vitaskuld stendur mér þó nær sá einstæði árangur sem “mitt fólk” hefur náð í sumar, og bera þar e.t.v. hæst þrír Norðurlandameistaratitlar yngri landsliða í vor og sigur kvennalandsliðsins okkar á Promotion Cup nú um síðastliðna helgi. Önnur landslið eiga eftir að ljúka sínum verkefnum, en þegar þetta er ritað er stúlknalandslið okkar að gera frábæra hluti í Eistlandi og eru efstar í sínum riðli eftir að hafa m.a. þegar lagt að velli Hollendinga, Eista, Finna og Letta, sem allt eru stórþjóðir með ríka körfuboltahefð.

Það endurspeglar e.t.v. orð mín hér að framan að við höfum beinlínis verið óánægð með að fregna af tapi liðsins gegn Litháen, sem er einhver sterkasta körfuboltaþjóð álfunnar. Þessi árangur er glæsilegur ekki síst í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir lið í nokkra Evrópukeppni kvennalandsliða. Þvílík debutering. Ég er orðinn rígmontinn af stúlkunum hver svo sem úrslit leikjanna sem eftir eru kunna að verða – þótt ég þykist þess fullviss að þær séu engan veginn saddar ennþá.

En hvað er að gerast sem veldur því að árangur vex hraðar á Íslandi í þessum íþróttagreinum um þessar mundir en öðrum þjóðum í Evrópu. Skipuleg uppbygging frá yngstu aldursflokkum, samhliða aukinni þátttöku í verkefnum á alþjóðavettvangi kann vissulega að vera sterkasta skýringin. Engu að síður vil ég hér varpa fram þætti ÍSÍ, sem með stækkun Afrekssjóðsins hefur gert sérsamböndunum kleyft að taka þátt í þeim verkefnum í ríkari mæli en áður.

Ber að þakka þann þátt, og hafa í huga að fjármunir eru – hvort sem okkur líkar betur eða verr – lykilatriði við skipulega uppbyggingu landsliða. Annar þáttur kann að vera lækkuð fargjöld í millilandaflugi.

Mér telst til að á yfirstandandi sumri muni farseðlar á milli landa vegna verkefna hjá KKÍ nema nálægt 250 í sumar. Felur það í sér níu ferðir íslenskra landsliða erlendis, og fimm heimsóknir erlendra landsliða hingað til lands.

Ferðir íslenskra landsliða erlendis fela í sér nálægt eitt þúsund dvalardögum erlendis ef fjöldi þátttakenda er margfaldaður með dagafjölda hvers verkefnis. Það lætur nærri að einstaklingsíþróttamaður yrði erlendis samfleytt í u.þ.b. þrjú ár. Og þetta er einungis eitt sumar. Hafa ber í huga að nánast allir þátttakendur í þessum ferðum eru að nýta sinn frítíma án endurgjalds, og þá er ótalinn gríðarlegur tími sem fer í æfingar og undirbúning verkefnanna hér heima.

Heimsóknir erlendra liða hingað til lands á vegum KKÍ á þessu sumri nema nálægt 350-400 gistinóttum hér á landi með tilheyrandi gisti- og fæðiskostnaði, rútuferðum og annarri gjaldeyrisskapandi neyslu sem skilar sér til íslensk atvinnulífs að stóru leyti – sem og opinberra gjalda til ríkissjóðs.

Það liggur fyrir að Körfuknattleikssamband Íslands mun koma út í verulegu fjárhagslegu tapi á yfirstandandi sumri – en ég hygg að engum blandist hugur um að íþróttalegur hagnaður er feikimikill. Ef okkur tekst að brúa fjárhagsbilið þá er framtíðin sannarlega björt.

Áfram Ísland – í öllum íþróttagreinum.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Suðurnesjamennirnir Gunnar Stefánsson og Ragnar Ragnarsson léku með Ármanni og Þrótti Vogum tímabilið 2007-08 í 1. deild karla. Þessi mynd var tekin í fyrsta leik Gunnars með Ármanni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið