© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
3.8.2004 | Ólafur Rafnsson
Til hamingju stelpur!
Um síðustu helgi náði íslenska kvennalandsliðið að tryggja sér sigur á Promotion Cup sem fram fór í Andorra. Var sá sigur einkar glæsilegur, og vannst úrslitaleikur mótsins með umtalsverðum mun. Vil ég óska leikmönnum og aðstandendum liðsins til hamingju með árangurinn.

Undirrituðum hefur stundum þótt gæta ákveðins misskilnings varðandi þetta mót, sem vissulega er þó ekki hið stærsta í Evrópu. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta mót sem er ætlað að stuðla að þróun þeirra þjóða sem vegna körfuboltalegrar getu, smæðar eða fjárhagsskorts geta ekki tekið þátt í hinu reglulega Evrópumóti af fullum þunga.

Geta þannig þátttökuþjóðir haft yfir milljónum íbúa að ráða, en eiga rétt til þátttöku vegna t.d. fjárhagslegra forsendna. Til samanburðar má benda á að Smáþjóðaleikar á vegum Ólympíunefndar eru á hinn bóginn einskorðaðir við smáþjóðir samkvæmt skilgreiningu um íbúafjölda (>ein milljón íbúa ef ég man rétt).

Að þessu sinni tóku 10 þjóðir þátt, og er þar að finna þjóðir með umtalsverðan íbúafjölda, s.s. Skotland, Wales, Armeníu og Azerbajan. Þær þjóðir sem eftir eru hafa margar hverjar einnig talsverðan íbúafjölda umfram litla Ísland, og má sem dæmi nefna Luxemborg, Möltu og Kýpur, sem hvert um sig hefur tvö- til þrefaldan íbúafjölda Íslands.

Þá má nefna “borgríkin” fjögur, en það eru Andorra, Gíbraltar, San Marínó og Mónakó (einungis þau tvö fyrsttöldu tóku þátt að þessu sinni) en um þau ríki gilda sérstakar hlutgengisreglur í þessu móti sem ekki eru viðurkenndar í almennri þátttöku í Evrópumótum. Þessar þjóðir eru afar smáar, og stór hluti leikur í raun í deildum nágrannaríkjanna, s.s. Andorra á Spáni og San Marínó á Ítalíu. Hefur Ísland ávallt stutt þessar sérreglur, enda gera þær þessar þjóðir einfaldlega samkeppnisfærari og verðugri keppinauta fyrir hinar þjóðirnar.

Ísland hefur ekki sigrað á Promotion Cup kvennalandsliða í átta ár, eða síðan 1996. Sannfærandi sigur í þessu móti – samhliða vaxandi árangri í Norðurlandamótum gefur okkur vonir um að kvennalandslið okkar muni þróast út úr þessari keppni á næstu árum líkt og karlalandslið okkar, sem ekki er lengur heimil þátttaka í þessu móti vegna góðs árangurs liðsins. Sannarlega ánægjulegt vandamál.

Ekki má heldur gleyma því að sú tilraun okkar að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn með þátttöku stúlknalandsliðs okkar í Eistlandi virðist vart vera til þess fallin að draga úr væntingum okkar til framtíðarinnar ef marka má þau úrslit sem liðið hefur þegar náð þar ytra. Það eru stúlkurnar sem taka eiga við kyndlinum af þeim leikmönnum sem sigruðu á Promotion Cup um helgina.

En stúlkurnar okkar í A-landsliðinu fá stutt frí, enda um að ræða annasamasta sumar þeirra frá upphafi. Undirbúningur hófst með vináttulandsleikjum við England, og framundan er Norðurlandamótið í Arvika í Svíþjóð um miðjan ágúst. Það mót verður verulegur prófsteinn á ákvarðanir KKÍ varðandi tímasetningar næstu skrefa.

En aftur – til hamingju stelpur. Þið hafið orðið okkur til sóma.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Það var vel mætt á úrslitkeppnina 2008 þegar ÍR tók á móti Keflavík „Hellinum
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið