© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
4.5.2004 | Ólafur Rafnsson
Suðurnesjastemmning
Í síðasta pistli fjallaði ég um þá frábæru stemmningu og umgjörð sem víða hefur myndast á landsbyggðinni í íslenskum körfuknattleik. Nú er hugtakið “landsbyggð” í sjálfu sér illa skilgreint í þessu samhengi, en samkvæmt hefðinni hafa Suðurnesjaliðin Grindavík, Njarðvík og Keflavík ekki verið talin með í því samhengi. Þau hafa nefnilega einmitt verið nefnd “Suðurnesjaliðin”.

Erfitt er að koma réttum lýsingarorðum að skipulagi, umgjörð og uppbyggingu körfuknattleiks á Suðurnesjunum. “Fyrirbæri” er e.t.v. orð sem kemur upp í hugann. Hvernig má það annars vera að á 15-20 þúsund manna svæði geti verið til staðar þrjú kapplið sem hafa nánast einokað alla titla í meistaraflokki undanfarna áratugi, og í raun nær ávallt verið öll meðal efstu liða – undantekningarlítið?

Helsti samanburðurinn sem kemur upp í hugann eru fyrrum lýðveldi Júgóslavíu. Við uppskiptingu þeirra í byrjun 10. áratugar síðustu aldar urðu til fimm ríki (raunar sex ríki, en fimm landslið – Serbía og Svartfjallaland eru með sambandsríki og sameiginlegt landslið). Öll þessi fimm landslið hafa á hinn bóginn náð að vera í hópi 10-12 bestu landsliða álfunnar. Hvernig á slíkt að vera mögulegt?

Á sama tíma og þegnar þessara ríkja eru þeir langfjölmennustu í NBA-deildinni (Serbía & Svartfjallaland eiga nú 8 leikmenn að mér skilst) þá hefur íslenska landsliðið verið með svipuðum hætti skipað leikmönnum Suðurnesjaliða að langstærstu leyti.

Það er án efa eitthvað í hugarfarinu sem veldur þessu. Sigurvilji og karakter er nefnilega eitthvað sem ekki er prófað í á samræmdum prófum íslenskra grunnskóla. Skipuleg uppbygging, hæfir þjálfarar, stórhuga stjórnarmenn og e.t.v. umfram allt leikmenn með óbilandi trú á eigin getu hygg ég að séu allt ríkar skýringar á árangri Suðurnesjaliðanna í íslenskum körfuknattleik.

Þótt ávallt virðist það vera markmið “annarra liða” að leggja Suðurnesjaliðin að velli vegna yfirburðastöðu þeirra, þá eru engar vísbendingar um að þau félög séu að slaka á klónni sem þau hafa á þeim bikurum sem í boði hafa verið. Ekki hef ég tölu á þeim skiptum sem ég hef rúllað Reykjanesbrautina með skottið á bílnum glóandi eins og fjársjóðslest í þeim tilgangi að mynstra sjóliðana á sigurskútum Suðurnesjanna.

Undirritaður er hinsvegar einn þeirra fáu Íslendinga sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi og upplifað þá sérstöku tilfinningu sem leikmaður að vinna Íslandsmeistaratitil í efstu deild karla – á sjálfum Suðurnesjunum – í einhverjum æsilegasta körfuboltaleik sem fram hefur farið hér á landi. Þríframlengdur. Ég ætla að varðveita þá minningu vel, því mér virðast fáar vísbendingar vera um að barnabörn framtíðarinnar munu hafa heyrt nýrri sögur af slíkum afrekum.

Ég einfaldlega varð að koma þessu síðast nefnda að…

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá störfum í allsherjarnefnd á ársþingi KKÍ á Ísafirði 1998. Á myndinni má meðal annars sjá Halldór Halldórsson, Bjarna Steinarsson, Gísla Georgsson, Hannes S. Jónsson og Bjarna Gauk Þórmundsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið