© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
27.4.2004 | Ólafur Rafnsson
Útrýmum einelti úr íþróttum
Áfram heldur umfjöllun um samfélagslegt gildi íþrótta, og þá einkum með tilvísun til körfuknattleiksins.

Síðastliðið sumar stóð körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri fyrir samstarfsverkefni með samtökunum Regnbogabörnum er fólst í drippli í kringum landið til styrktar þessum öflugu samtökum sem eldhuginn Stefán Karl Stefánsson stofnaði upp á eigin spýtur af elju og hugsjón. Þessir aðilar eiga mikinn heiður skilinn. KKÍ kom lítillega að verkefninu, en átti þar hvorki stórt hlutverk né mikinn heiður.

Hinsvegar leiddi samstarf þetta af sér ýmsar umræður og hugleiðingar um mögulega tilvist eineltis innan íþróttahreyfingarinnar. Hversu sannfærð sem við kunnum að vera um göfug gildi okkar hreyfingar og heiðarleg störf þeirra sem að henni koma, þá getum við aldrei útilokað að slíkar meinsemdir innan okkar vébanda.

Við þurfum öll – hvort sem við erum stjórnendur, leikmenn, þjálfarar, foreldrar eða aðrir – að taka höndum saman um að fræða okkar umbjóðendur um þennan skaðvald og afleiðingar hans, og uppræta ef finnst.

Það eru ekki miklir menn sem stunda einelti. Þvert á móti má í flestum tilvikum gera ráð fyrir að um sé að ræða einstaklinga með fremur brotna sjálfsmynd sem brýst út í því að upphefja sig á kostnað annarra. Flestir sem þekkja til körfuknattleiks sjá hversu fullkomlega slíkt hugarfar og slíkar aðgerðir stangast á við það sem þarf til að skapa gott körfuknattleikslið. Einelti skemmir því ekki bara einstaklinga, heldur líka árangursríka liðsheild sem slíka.

Margir segja að körfubolti sé lífsstíll. Körfubolti er “töff”, og nýta auglýsendur sér þá ímynd óspart við markaðssetningi afurða sinna bæði hérlendis og erlendis. En jafn mikið og við viðurkennum körfubolta sem “töff” lífsstíl þá finnst okkur ekki “töff” að einelti sé hluti af þeim lífsstíl. Þvert á móti þá er það “töff” að stunda EKKI einelti. Það er “töff” að KOMA Í VEG FYRIR einelti. Þessum skilaboðum eigum við í sameiningu að koma til okkar skjólstæðinga.

Körfubolti er þekktur fyrir að sameina bestu eiginleika líkama og sálar. Einstaklingar sem ná árangri þurfa að búa yfir nauðsynlegu líkamlegu atgervi, mikilli tækni og leikskilningi. Hægt er að þjálfa upp slíka eiginleika, en árangur í keppni snýst á hinn bóginn á endanum um þá liðsheild sem teflt er fram. Eineltisvandamál er án efa einn öflugasti andstæðingur slíkrar liðsuppbyggingar.

Sýnum þroska í okkar hreyfingu og útrýmum einelti.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, leikmaður KR, hoppar hér hæð sína og hæst allra í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar vorið 2009.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið