© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
2.3.2004 | Halldór Halldórsson
Úrskurður dómstóls KKÍ 2. mars 2004 Haukar gegn Þór Ak.
Ár 2004, þriðjudaginn 2. mars er dómþing dómstóls Körfuknattleikssambands Íslands háð af Halldór Halldórssyni formanni dómsins.

Fyrir er tekið:
Mál nr. 4/2004
Körfuknattleiksdeild Hauka
gegn
Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri

Í málinu er kveðinn upp svofelldur

DÓMUR
I
Mál þetta er móttekið af skrifstofu KKÍ 25. febrúar sl. og gögn málsins send formanni dómsins með símbréfi sama dag. Kærandi er körfuknattleiksdeild Hauka, Íþróttahúsi Hauka, Ásvöllum, Hafnarfirði. Kærði er körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri, Hamri við Skarðshlíð, Akureyri.
Dómsformaður ákvað að málið skyldi sæta flýtimeðferð skv. 8. gr. laga um dómstól KKÍ.
Dómkröfur.
Kærandi krefst þess að sér verði dæmdur sigur í leik aðila í 7. flokki drengja sem fram fór 22. febrúar.
Kærði gerir ekki kröfur í málinu.
Eftirtalin skjöl hafa verið lögð fram í málinu. Nr. 1 kæra. Nr. 2 leikskýrsla leiks aðila málsins sem fram fór 22. febrúar sl. Nr. 3 leikskýrsla leiks Kormáks gegn Haukum 9. fl. drengja 14. febrúar 2004. Nr. 4 andsvar kærða.
II
Dómari málsins hlutaðist til um að framkvæmdastjóri KKÍ gæfi kærða frest til að til að tjá sig um málið og það gerði hann með dómskjali nr. 4.
Sem rökstuðning fyrir kröfum sínum vísar kærandi til þess að kærði hafi verið með ólöglega skipað lið í umræddum leik. Með liði kærða hafi leikið Hjálmar Jóhannsson sem áður á þessum vetri hafi leikið með 9. fl. Kormáks á fjölliðamóti. Vísar kærandi í þessu sambandi til 1. gr. reglugerðar um félagaskipti en í b lið þeirrar greinar komi fram að leikmaður geti eingöngu verið hlutgengur í einu félagi í einu.
Kærði skilaði greinargerði í málinu. Af henni verður ekki ráðið að gerðar séu sérstakar kröfur af hans hálfu í málinu. Í greinargerðinni er hins vegar leitast við að skýra út hvernig það kom til að nefndur leikmaður lék með liði kærða í umræddum leik. Í greinargerðinni er því lýst að leikmaðurinn hafi um síðustu áramót flutt til Akureyrar og þjálfari kærða hafi talið að hann væri hættur að leika undir merkjum Kormáks. Taldi þjálfari kærða svo og formaður unglingaráðs hans að leikmenn á þessum aldri þyrftu ekki að skipta um félag með formlegum hætti.

III
Niðurstaða.
Þegar fyrir lá að kærði gerði ekki kröfur í máli þessu ákvað dómsformaður dómstóls KKÍ að dæma málið sjálfur í samræmi við niðurlagsákvæð 8. gr. laga um dómstól KKÍ.
Ekki er um það deilt að kærði notaði í umræddum leik leikmann sem viku áður lék með Kormáki í 9. fl. karla. Eins og áður er getið getur leikmaður einvörðungu verið hlutgengur með einu liði í einu. Nefndur leikmaður hafði ekki haft félagaskipti úr Kormáki í Þór Akureyrir þegar umræddur leikur fór fram og var hann því óhlutgengur í leiknum. Þegar af þessari ástæðu verður að taka kröfu kæranda til greina. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót telst lið sem ólöglega er skipað hafa tapað leik í samræmi við reglur FÍBA hverju sinni. Reglur FÍBA sem hér er vísað til, grein 30 liður 2.1, kveða á um að lið sem tapar leik af einhverjum ástæðum tapi honum með stigatölunni 20-0. Telst Þór Akureyri því hafa tapað nefndum leik með stigatölunni 20-0.
Kærði hefur lýst því hvernig það kom til að leikmaðurinn lék umræddan leik. Því er lýst að hann hafi nýlega flutt til Akureyrar og að þjálfari og formaður unglingaráðs hafi ekki talið að svo ungur leikmaður þyrfti að skipta um félag með formlegum hætti. Þó svo eðlilegt sé að gera þá kröfu til forsvarsmanna félaga að þeir þekki reglur um félagaskipti í stórum dráttum og kynni sér það sem þeir telja óskýrt þá þykir eins og hér stendur á ekki ástæða til að dæma kærða til greiðslu sektar til KKÍ.
Halldór Halldórsson formaður dómstóls KKÍ kveður upp dóm þennan.

DÓMSORÐ.
Þór Akureyri telst hafa tapað leik gegn Haukum í 7. flokki drengja sem fram fór 22. febrúar 2004 með stigatölunni 0-20.


Halldór Halldórsson.

Dómurinn er sendur til KKÍ í tölvupósti og skrifstofu sambandsins falið að birta dóminn fyrir aðilum. Dóminn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 17. gr. laga um dómstóla KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einar Árni Jóhannsson var valinn þjálfari ársins í Iceland Express deild karla tímabilið 2006-2007. Hér sést hann með verðlaunagripi sína.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið