© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
2.3.2004 | Halldór Halldórsson
Úrskurður dómstóls KKÍ 2. mars 2004 Þróttur V. gegn Á/Þ
Ár 2004, þriðjudaginn 2. mars er dómþing dómstóls Körfuknattleikssambands Íslands háð af Halldór Halldórssyni formanni dómsins.

Fyrir er tekið:
Mál nr. 3/2004
Þróttur Vogum
gegn
Ármanni- Þrótti

Í málinu er kveðinn upp svofelldur

DÓMUR
I
Mál þetta er móttekið af skrifstofu KKÍ 23. febrúar sl. og gögn málsins send formanni dómsins með símbréfi sama dag. Kærandi er Ungmennafélagið Þróttur Vogum, Íþróttamiðstöðinni í Vogum. Kærði er Ármann/Þróttur, Sólvallagötu 50, Reykjavík (skráð heimili formanns körfuknattleiksdeildar.)
Dómsformaður ákvað að málið skyldi sæta flýtimeðferð skv. 8. gr. laga um dómstól KKÍ.
Dómkröfur.
Kærandi krefst þess að úrslit leiks Þróttar Vogum gegn Ármanni/Þrótti í 2. deild meistaraflokks karla sem fram fór laugardaginn 21. febrúar sl. verði dæmd ógild og kæranda dæmdur sigur í leiknum 20-0.
Kærði krefst að leikurinn verði leikinn að nýju.
Eftirtalin skjöl hafa verið lögð fram í málinu. Nr. 1 kæra. Nr. 2 leikskýrsla leiks aðila málsins sem fram fór 21. febrúar sl. Nr. 3 útprentun úr gagnagrunni ÍSÍ varðandi leikjafjölda leikmanna kærða o.fl. Nr. 4 andsvar kærða (tölvupóstur).
II
Dómari málsins hlutaðist til um að framkvæmdastjóri KKÍ gæfi kærða frest til að til að tjá sig um málið og það gerði hann með dómskjali nr. 4.
Sem rökstuðning fyrir kröfum sínum vísar kærandi til 22. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í nefndri grein kemur m.a. fram að félögum innan KKÍ sé heimilt að senda B-lið í keppni í 2. deild. Þegar um B-lið er að ræða er 7 leikjahæstu leikmönnum A-liðs hverju sinni ekki heimil þátttaka með B-liði. Séu tveir eða fleiri leikmenn með jafn marga leiki í 7. sæti í mfl. karla A-liða, er ekki heimilt að nota einn þeirra með B-liði.
Í kæru er því haldið fram að kærði hafi notað tvo ólöglega leikmenn í umræddum leik þá Einar Bjarnason og Jóhannes Oddsson en þeir séu báðir á meðal 7 leikjahæstu leikmanna A-liðs kærða. .
Kærði kveður það rétt hjá kæranda að nefndir leikmenn séu á meðal 7 leikjahæstu leikmanna A-liðs en þar séu þeir jafnir í 7. sæti og því hafi verið heimilt að nota annan þeirra.

III
Niðurstaða.
Þegar fyrir lá yfirlýsing kærða þess efnis að hann telur að annar leikmannanna hafi verið ólöglegur ákvað dómsformaður dómstóls KKÍ að dæma málið sjálfur í samræmi við niðurlagsákvæð 8. gr. laga um dómstól KKÍ.
Að framan er rakið ákvæði 22. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót varðandi heimild leikmanna A-liða til að leika með B-liði félags í 2. deild. Ekki er um það deilt að þeir leikmenn sem kærandi nefnir í kæru sinni voru jafnir í 7. sæti yfir leikjafjölda með A-liðið og því var kærða einungis heimilt að nota annan þeirra í þessum leik. Með því að nota þá báða var lið kærða með ólöglegan leikmann innanborðs og þar með ólöglega skipað. Þegar af þessari ástæðu verður að taka kröfu kæranda til greina. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót telst lið sem ólöglega er skipað hafa tapað leik í samræmi við reglur FÍBA hverju sinni. Reglur FÍBA sem hér er vísað til, grein 30 liður 2.1, kveða á um að lið sem tapar leik af einhverjum ástæðum tapi honum með stigatölunni 20-0. Telst Ármann/Þróttur B því hafa tapað nefndum leik með stigatölunni 20-0.
Kærði hefur haldið því fram að þeir sem skipuðu lið hans í umræddum leik hafi talið að liðið væri löglegt. Leggja verður þá skyldu á herðar forsvarsmanna félags sem sendir lið til keppni að einföldustu grunnatriði eins og hverjir séu löglegir með B-liði hverju sinni séu könnuð áður en til leiks kemur. Það virðist ekki hafa verið gert í þessu tilfelli. Þetta er í annað sinn sem lið kærða er ólöglega skipað á þessu keppnistímabili og verður því ekki hjá því komist að gera kærða að greiða sekt til KKÍ eins og nánar greinir í dómsorði.
Halldór Halldórsson formaður dómstóls KKÍ kveður upp dóm þennan.

DÓMSORÐ.
Þróttur/Ámann B telst hafa tapað leik gegn Þrótti Vogum í 2. deild karla sem fram fór 21. febrúar 2004 með stigatölunni 0-20.
Þróttur/Ármann greiði 30.000 króna sekt til KKÍ.


Halldór Halldórsson.

Dómurinn er sendur til KKÍ í tölvupósti og skrifstofu sambandsins falið að birta dóminn fyrir aðilum. Dóminn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 17. gr. laga um dómstóla KKÍ.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
8.-10. flokkur stúlkna hjá Val að undirbúa sig fyrir leik á móti í Gautaborg í Svíþjóð. Valur vann leikinn 26-24. Liðið komst í b-úrslit á mótinu en gat ekki spilað úrslitaleikinn þar sem að ferðaskrifstofa liðsins gerði ekki ráð fyrir að liðið færi svona langt. Stelpurnar þurftu því að halda heim til Íslands áður en mótið kláraðist.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið