S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
3.2.2004 | Gísli Gíslason
Úrskurður dómstóls KKÍ 2. febrúar 2004
Fyrir er tekið: Mál nr. 1/2004 Körfuknattleiksdeild Keflavíkur gegn Körfuknattleiksdeild KR. Í málinu er kveðinn upp svofelldur D Ó M U R: I. Mál þetta er móttekið af skrifstofu KKÍ 16. janúar 2004 og gögn málsins send dómara dómsins á tölvupósti 22. janúar s.á. Kærandi er Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, Hringbraut 108, Keflavík, en kærði Körfuknattleiksdeild KR, Frostaskjóli, Reykjavík. Ákveðið var að málið skyldi sæta flýtimeðferð skv. 8. grein laga um dómstól KKÍ. Dómkröfur: Kærandi krefst þess að leikur KR og Keflavíkur, í bikarkeppni KKÍ í unglingaflokki kvenna, sem fram fór mánudaginn 5. janúar 2004, kl. 19:30 í DHL-höllinni verði endurtekinn. Af hálfi kærða er þess krafist að málinu verði vísað frá. Eftirfarandi skjöl liggja fyrir dóminum: 1. Kæra kæranda dags. 16. janúar 2004. 2. Greinargerð kærða dags. 29. janúar 2004. 3. Greinargerð Björns Leóssonar dómara leiksins, dags. 26. janúar 2004. II. Dómari málsins hlutaðist til um að kærði og dómari leiksins fengju frest til föstudagsins 30. janúar 2004 til að skila greinargerð um málið og bárust greinargerðir sbr. dómskjöl nr. 2. og 3. Málvextir eru þeir að í umræddum leik KR og Keflavíkur var ákveðið af dómurum í samráði við þjálfara liðanna að leiktími skyldi vera 4 x 10 mínútur, en samkvæmt reglum KKÍ skal leiktími í unglingaflokki vera 2 x 18 mínútur. Sem rökstuðning vísar kærandi til 6. greinar reglugerðar um körfuknattleiksmót þar sem kveðið er á um að kappleikir séu aðeins gildir ef farið er að reglum KKÍ, en kærandi telur að svo hafi ekki verið í umræddum leik. Í greinargerð kærða kemur fram að málsatvikum er rétt lýst í kæru kæranda, en þar sem úrslit leiksins hafi verið ótvíræð, aðilar í góðri trú um að rétt hafi verið að málum staðið, samráð hafi verið milli aðila um framkvæmd leiksins og að aðrir leikir KR í sama flokki hafi verið með sama hætti eigi að vísa málinu frá. Í greinargerð annars dómara leiksins, Björns Leóssonar, kemur m.a. fram að efasemdir hafi verið uppi í upphafi leiks hvort fyrirhugaður leiktími væri réttur. Eftir viðtöl við þjálfara liðanna ákvað Björn að leiktíminn yrði 4 x 10 mínútur. Við það hafi þjálfarar liðanna verið sáttir. III. Niðurstaða: Enginn ágreiningur er með aðilum um framkvæmd umrædds leiks. Í 6. grein relgna KKÍ um körfuknattleiksmót segir m.a. “Kappleikir eru því aðeins gildir, að farið sé eftir reglum KKÍ og ÍSÍ.” Í fertugustu grein sömu reglna segir að leikir í stúlknaflokki skulu vera 2 x 18 mínútur. Af framangreindu er ljóst að ekki var fylgt þeim reglum sem reglugerð KKÍ kveður á um varðandi framkvæmd umrædds leiks. Aðilar geta ekki samið um tilhögun leikja í mótum sem reglurgerð KKÍ tekur til. Þykir sá ágalli sem var á framkvæmd leiksins það mikill að ekki er annað mögulegt en að ógilda leikinn og mæla svo fyrir að hann verði endurtekinn. Breytir engu þó svo að samkomulag hafi verið með forsvarsmönnum liðanna og dómara um framkvæmdina. Gísli Gíslason, dómari við dómstól KKÍ, kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Leikur KR og Keflavíkur í bikarkeppni KKÍ, í unglingaflokki kvenna, sem fram fór þann 5. janúar 2004 er dæmdur ógildur og skal leikurinn leikinn að nýju samkvæmt nánari ákvörðun mótanefndar KKÍ. Gísli Gíslason. Dómurinn er sendur KKÍ í tölvupósti og er skrifstofu sambandsins falið að birta dóminn fyrir aðilum. Dóminn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 17. greinar laga um dómstól KKÍ. |