© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
2.2.2004 | Stefán Arnarson
KEA-skyrmóti Breiðabliks lokið
Í gær lauk hinu árlega KEA-skyrmóti Breiðabliks sem haldið var í Smáranum. Mótið er einkum ætlað leikmönnum á aldrinum 6-10 ára, þótt í þetta sinn hafi 11 lára leikmenn verið með.

Sex íþróttafélög (Breiðablik, KR, Fjölnir, Haukar, Stjarnan og Kormákur) sendu 30 lið á mótið. Keppendur voru um 250 léku þeir 59 leiki. Aðstaðan í Smáranum til að halda Minniboltamót er frábær. Þar er vítt til veggja og hægt er að leika á þremur stórum völlum samtímis þar sem aðstað er góða fyrir varamenn, þjálfara og áhorfendur.

Framkvæmd mótsins tókst ágætlega hjá Blikum. Margt athyglisvert mátti sjá á mótinu, svo sem: Ótrúlega öflugt starf hjá Haukunum í 6-8 ára aldursflokki drengja, nokkra stráka og stelpur á aldrinum 8-9 ára sem eru búin að tileinka sér mikla tækni og þó nokkurn leikskilning, mikinn áhuga margra foreldra á börnum sínum og hversu góðir margir leikmenn eru orðnir sem eru búnir að fara í gegnum nokkurra ára minnibolta-"prógramm" hjá þeim félögum sem taka minniboltann nokkuð árlega.

Vonandi nýta þessi minniboltabörn og þjálfarar þeirra febrúarmánuð vel til æfinga og mæta síðan á Samkaupsmótið í Reykjanesbæ í byrjun marsmánaðar.

Minniboltaforeldri
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrstu Íslandsmeistararnir fengu ekki verðlaunagrip ti eignar 1952. KKÍ færði hins vegar hverjum og einum meistaranna úr ÍKF fallegan grip mörgum árum síðar. Hér er Ingi Gunnarsson fyrirliði fyrstu meistaranna úr ÍKF með grip sinn.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið