© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
15.1.2004 | Ólafur Rafnsson
Takk fyrir stelpur!
Ég brá mér í Seljaskólann í gærkvöldi og fylgdist með “Stelpuslagnum 2004”. Virkilega ánægjuleg kvöldstund, og sannarlega hafði framtakið einungis í för með sér jákvæð áhrif á íslenskan körfuknattleik. Þokkalega margir áhorfendur lögðu leið sína í Breiðholtið í gærkvöldi af þessu tilefni – og virtust allir skemmta sér hið besta.

Framkvæmd og umgjörð var til fyrirmyndar og augljóst að þeir sem hlut áttu að máli lögðu metnað sinn í að gera þennan viðburð glæsilegan í alla staði.

Ég vil af þessu tilefni geta þess að sá hópur sem stóð að “Stelpuslagnum” hafði leitað til stjórnar KKÍ um að haldinn yrði sambærilegur stjörnuleikur kvenna og hefð hefur verið fyrir hjá körlunum á annan áratug. Stjórn KKÍ fjallaði ítarlega og málefnalega um erindið, en niðurstaðan varð sú á endanum að því var hafnað. Raunar leiddi tillaga þessi af sér gagnlegar umræður um jafnrétti kynjanna innan okkar hreyfingar, og var m.a. á þeim grundvelli ákveðið að stíga það skref að hafa parabolta og þriggjastiga skotkeppni með þátttöku kvenna á stjörnuleiknum um síðustu helgi.

Þrátt fyrir að stjórn KKÍ hafi ekki haldið umræddan leik í sínu nafni var vitaskuld ljóst að KKÍ myndi styðja við bakið á því að slíkur viðburður yrði haldinn, þótt ekki væri það í nafni sambandsins. Hið sama á raunar við um alla slíka viðburði á vegum félaga er kunna að stuðla að útbreiðslu íþróttarinnar.

Eldhugur og metnaður aðstandenda “stelpuslagsins” kom okkur því ánægjulega á óvart – viðburðurinn skyldi haldinn með eða án KKÍ. Og eftir að hafa séð afraksturinn þá er ég ekkert feiminn við að viðurkenna það að vel má vera að stjórn KKÍ hafi tekið ranga ákvörðun að þessu sinni – eða e.t.v. sýnt af sér kjarkleysi sem byggðist á skömmum fyrirvara og umtalsverðu annríki starfsmanna og stjórnar að þessu sinni.

Um leið og ég óska ÍR-ingum og öðrum aðstandendum þessa viðburðar til hamingju með hugrekkið, dugnaðinn og árangurinn þá vona ég að framhald verði á þróun þessa viðburðar – hvernig sem aðild að því máli verður háttað. Ykkar er heiðurinn.

Já, og takk fyrir skemmtilegan leik stelpur!

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Norðurlandameistararnir við heimkomuna í Leifsstöð. Tekið var á móti öllum hópnum sem fór á NM '09 og U18 liði karla voru veitt blóm í tilefni af árangrinum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið