© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
14.1.2004 | Ólafur Rafnsson
Varðveittu leyndamálin
Í annáli íþróttadeildar RUV, sem sýndur var samhliða árlegu hófi vegna vals á íþróttamanni ársins, bæði af hálfu sérsambanda ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í lok síðasta árs, tók Samúel Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttadeildar RUV skemmtilegt viðtal við körfuknattleikskonu ársins, Signýju Hermannsdóttur. Signý er sannarlega glæsilegur fulltrúi íslenskra körfuknattleikskvenna, og var okkur öllum til mikils sóma.

En tilefni þessa pistils er hinsvegar þau inngangsorð Samúels Arnar að Signý væri eitt af vel varðveittum leyndarmálum íslensks körfuknattleiks. Sannarlega orð að sönnu, en vekja upp fjölda sambærilegra en misvel varðveittra leyndarmála sem íslenskur körfuknattleikur býr yfir þegar kemur að leikmönnum erlendis.

Líklega hafa aldrei – fyrr eða síðar – jafn margir íslenskir körfuknattleiksmenn leikið erlendis og nú um þessar mundir. Eigum við nú leikmenn í efstu og næstefstu deildum m.a. í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og Spáni, svo nokkur Evrópulönd séu nefnd. Þá eru leikmenn í bæði 1. og 2. deild Bandarísku NCAA háskólakeppninnar, auk leikmanna í miðskólum í Bandaríkjunum.

Miðað við þær upplýsingar sem ég hef miðast mér við að þessir leikmenn séu um 20 talsins, og eru margir hverjir þeirra að leika fyrir framan þúsundir áhorfenda í hverri viku. Margir þessara leikmanna eru að leika afar vel, og teljast vissulega í sumum tilvikum til vel varðveittra leyndarmála sem munu án efa koma með afgerandi hætti fram í dagsljósið þegar þeirra tími kemur.

Hátt í tugur þessara leikmanna er þegar kominn í A-landsliðsform, og satt að segja myndi samsettur hópur þessara leikmanna vart verða árennilegur sem slíkur. Það er einkar eftirtektarvert í ljósi þess að þrátt fyrir þetta mikla mannval gátum við teflt fram tveimur aðskildum 10 manna landsliðshópum í leikjum á milli jóla og nýárs, þar sem hver einn og einasti leikmaður lagði sitt af mörkum og sýndi fram á tilverurétt sinn í landsliðshópi.

KKÍ hyggst reyna í auknum mæli að koma á framfæri upplýsingum um íslenska leikmenn erlendis, og með þeim hætti afhjúpa að nokkru leyti þá “leynd” sem hvílt hefur yfir þessum duldu fjársjóðum okkar. Er öll aðstoð í þeim fréttaflutningi vel þegin.

En ójá, gleymdi ég að minnast á leikmanninn okkar í sjálfri NBA-deildinni? Jæja, hann telst varla til leyndarmála lengur pilturinn. En vægi hans og afrek draga svo sannarlega ekki úr gildi efnisinntak pistils þessa.

Var einhver að minnast á að það skorti uppbyggingu eða ekki væri bjart framundan?

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993. Friðrik Ingi Rúnarsson og Ólafur Rafnsson:
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið