S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
14.3.2003 | 21:57 | óój
Flautukarfa frá Kuki tryggði Haukum sigur gegn Stólunum
Predrag Bojovic átti mjög góðan leik (20 stig, hitti 7 af 11 skotum og tók 7 fráköst) og var hetja Hauka í lokin, Stevie Johnson var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar en mestu munaði um innkomu Davíðs Ásgrímssonar sem kom fyrst inn á í þriðja leikhluta þegar staðan var 52-66 fyrir Tindastól. Davíð byrjaði strax á að stela boltanum og skora úr tvö stig hraðaupphlaupi og þegar hann settist á bekkinn 13 mínútum síðar var staðan 88-86 fyrir Hauka og Davíð búinn að skora 8 stig, taka 5 fráköst, stela 2 boltum og gefa 2 stoðsendingar.Haukarnir unnu því þær 13 mínútur sem Davíð var inn á vellinum, 36-20. Átta liða úrslit úrslitakeppninnar halda áfram um helgina. Á morgun taka Hamarsmenn á móti Grindavik í Hveragerði klukkan 16:00 (beint á Sýn) og klukkan 19:15 mætast síðan Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Á sunnudag fara síðan fram tveir leikir klukkan 19:15, ÍR-ingar taka á móti Keflavík og Tindastóll fær Hauka í heimsókn. Oddaleikir einvíganna fara síðan fram á mánudag og þriðjudag. Úrslitakeppni Intersport-deildarinnar 2003 Deildarmeistari: Grindavík 8 liða úrslit: Grindavík 1-0 Hamar {80-74} Keflavík 1-0 ÍR {103-75} Haukar 1-0 Tindastóll {91-89} KR 0-1 Njarðvík {87-90} Saga úrslitakeppni úrvalsdeildar karla 1984-2002 |