© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.3.2003 | 0:09 | óój
Teitur með 32 stig er Njarðvík vann upp 20 stiga forskot KR
20. úrslitakeppni úrvalsdeildar karla hófst í kvöld með tveimur leikjum í átta liða úrslitum Intersportdeildarinnar, Grindavík vann Hamar 80-74 á heimavelli sínum í Grindavík og Njarðvíkingar fóru sigurför í Vesturbæinn og unnu 87-90. Teitur Örlygsson var maður kvöldsins en hann var með 32 stig og 7 stoðsendingar fyrir Njarðvík sem var komið 20 stigum undir, 30-10, eftir fyrsta leikhluta en vann síðustu þrjá leikhlutina 80-57.Teitur gerði 24 stig og gaf 4 stoðsendingar í seinni hálfleik sem Njarðvík vann 57-39.

Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð í KR-húsinu í Frostaskjóli. KR hefur ekki unnið Njarðvík á heimavelli síðan 3. desember 2000 er KR vann 113-94. Síðan þá hefur Njarðvík unnið tvo deildarleiki og fjóra leiki í úrslitakeppninni í Vesturbænum.

Þeir sem urðu vitni að seinni hálfleik Teits Örlygssonar í kvöld skortir eflaust lýsingarorð til að lýsa sigurvilja og snildartöktum sem hann sýndi þegar Njarðvík vann upp 15 stiga forskot KR-inga. Teitur skoraði 24 stig í seinni hálfleiknum, hitti þá úr 8 af 9 skotum, þar af 5 af 6 þriggja stiga skotum og gaf að auki 4 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni til KR-inga. Þar er ekki öll sagan sögð því varnarlega hélt hann Herberti Arnarsyni í aðeins einu stigi í hálfleiknum sem kom á vítalínunni en Herbert misnotaði öll sex skot sín utan af velli í seinni hálfleik. Teitur gerði meðal annars tvær ótrúlegar þriggja stiga körfur á síðustu mínútu leiksins sem komu Njarðvík í 82-86 og 84-89 og áttu risa þátt í sigrinum.

Þetta var 111. leikur Teits Örlygssonar í úrslitakeppni úrvalsdeildar og með sínum 32 stigum varð hann stigahæsti leikmaður úrslitakepninnar frá upphafi. Fyrir leikinn var Teitur 16 stigum á eftir Guðjón Skúlsyni sem hefur skorað 1754 stig í 116 leikjum. Teitur hefur eftir leikinn í kvöld skorað 1770 stig en þetta var 77. sigurleikurinn sem hann tekur þátt í í úrslitakeppninni.

KR-ingar léku frábærlega í fyrsta leikhluta, hittu úr 12 af 19 skotum sínum þar af öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og það sem meira er töpuðu ekki einum bolta til Njarðvíkinga. KR liðið var að auki með 6 stolna bolta og 10 stoðsendingar í leikhlutanum sem þeir unnu 30-10. Njarðvíkurliðið tapaði átta boltum og misnotaði 15 af 19 skotum sínum í fyrsta leikhlutanum.

Njarðvíkingar settu met í úrslitakeppninni í þessum leik þegar þeir urðu fyrsta félagið til að vinna leik eftir að hafa verið 20 stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar áttu gamla metið sjálfir en þeir lentu 15 stigum undir, 19-34, gegn KR í þriðja leik undanúrslitanna 2001 en komu til baka og unnu, 112-108, eftir framlengdan leik.

Úrslitakeppni Intersport-deildarinnar 2003
Deildarmeistari: Grindavík
8 liða úrslit:
Grindavík 1-0 Hamar {80-74}
Keflavík - ÍR
Haukar - Tindastóll
KR 0-1 Njarðvík {87-90}

Saga úrslitakeppni úrvalsdeildar karla 1984-2002
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristrún Sigurjónsdóttir nýtir hér ágæta hindrun frá Rögnu Margréti Brynjarsdóttur í leik gegn Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum 2009. Ísland lagði Lúxemborg að velli og endaði í 2. sæti á leikunum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið