S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
9.3.2003 | 21:26 | óój
Njarðvíkingar 2,3 sekúndum frá fjórða bikarmeistaratitlinum
Seinni dagur bikarúrslita yngri flokkanna fór fram á Ásvöllum í dag og skiptust bikarnir fjórir milli fjögurra félaga, Njarðvík vann 11. flokk karla, Haukastúlkur unnu 10. flokk kvenna, Fjölnir vann 10. flokk karla og loks unnu ÍR-ngar unglingaflokk karla eins og áður sagði. Saga bikarúrslitaleikja yngri flokkanna hefur verið litrík og í samantekt undir Greinum á KKÍ-síðunni má finna hér yfirlit yfir sögu hennar og hafa öll úrslit helgarinnar verið þar uppfærð. Þar má finna allar upplýsingar um hvern flokk fyrir sig auk þess sem gott aðgengi er að tölfræði allra úrslitaleikjanna en þetta er fjórða árið í röð þar sem tölfræði er tekin saman í öllum bikarúrslitaleikjum yngri flokkanna. Njarðvík varð bikarmeistari í 11. flokki karla eftir 75-56 sigur á ÍR í fyrsta úrslitaleik dagsins. Jóhann Árni Ólafsson hjá Njarðvík var valinn maður leiksins en Jóhann skoraði 22 stig, tók 24 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Félagi hans Hjörtur Hrafn Einarsson, sem var að spila þrjá flokka upp fyrir sig átti einnig prýðisleik en Hjörtur skoraði 13 stig og tók 12 fráköst. Sveinbjörn Claessen var atkvæðamestur hjá ÍR með 20 stig og 5 stoðsendingar. Haukar urðu bikarmeistari í 10. flokki kvenna eftir 81-26 sigur á Njarðvík í öðrum úrslitaleik dagsins. Pálína María Gunnlaugsdóttir hjá Haukum var valinn maður leiksins en Pálína skoraði 30 stig, stal 15 boltum, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Félagi hennar Helena Sverrisdóttir átti einnig prýðisleik og náði þrefaldri tvennu en Helena skoraði 26 stig, tók 12 fráköst, stal 11 boltum og gaf 6 stoðsendingar. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var atkvæðamest hjá Njarðvík með 11 stig og 14 fráköst. Fjölnir varð bikarmeistari í 10. flokki karla eftir 51-47 sigur á KR í æsispennandi og dramatískum úrslitaleik. Brynjar Þór Kristófersson hjá Fjölni var valinn maður leiksins en Brynjar Þór skoraði 28 stig, tók 10 fráköst, stal 4 boltum og varði 3 skot í leiknum. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur hjá KR með 23 stig og 9 fráköst. ÍR varð bikarmeistari í Unglingaflokki karla eftir 73-72 sigur á Njarðvík í æsispennandi og frábærum úrslitaleik. Hreggviður Magnússon hjá ÍR var valinn maður leiksins en Hreggviður skoraði 23 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar en 18 stiga hans komu í fyrri hálfleik þegar ÍR-ingar náðu 12 stiga forskoti. Félagi hans Ómar Sævarsson átti einnig prýðisleik og varð með 19 stig, 17 fráköst og 4 stoðsendingar og ekki má gleyma þætti Ólafs Þórissonar sem gerði sigurkörfuna 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Guðmundur Jónsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 17 stig og Sigurður Þór Einarsson gerði 15. Þá má ekki gleyma þeim fjórum úrslitaleikjum sem fóru fram í gær. Keflavík varð bikarmeistari í 9. flokki kvenna eftir 55-31 sigur á Njarðvík í fyrsta úrslitaleik dagsins. María Ben Erlingsdóttir var valinn maður leiksins en María skoraði 13 stig og tók 13 fráköst í leiknum. Félagi hennar Bryndís Guðmundsdóttir átti einnig prýðisleik, tók 16 fráköst og gaf 9 stoðsendingar auk 7 stiga. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var atkvæðamest hjá Njarðvík með 15 stig, 12 fráköst og 5 stolna bolta. Njarðvík varð bikarmeistari í 9. flokki karla eftir 58-51 sigur á Fjölni í öðrum úrslitaleik dagsins. Hjörtur Hrafn Einarsson var valinn maður leiksins en Hjörtur skoraði 25 stig, tók 20 fráköst og varði 5 skot í leiknum. Hörður Axel Vilhjálmsson var atkvæðamestur hjá Fjölni með 26 stig, 5 fráköst og 6 stolna bolta. Keflavík varð bikarmeistari í Unglingaflokki kvenna eftir 57-54 sigur á heimastúlkum í Haukum í æsispennandi úrslitaleik. Svava Ósk Stefánsdóttir hjá Keflavík var valinn maður leiksins en Svava skoraði 20 stig, tók 9 fráköst, varði 7 skot, stal 9 boltum og gaf 6 stoðsendingar í leiknum. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest hjá Haukum með 27 stig, 9 fráköst og 8 stolna bolta. Þær María Ben Erlingsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Guðrún Harpa Guðmundsdóttir urðu allar tvöfaldir bikarmeistarar með Keflavík í dag og María Ben náði tvennu í báðum úrslitaleikjum og gerði samtals 30 stig og tók 27 fráköst í leikjunum tveimur. Njarðvík varð bikarmeistari í drengjaflokki eftir auðveldan 87-46 sigur á Fjölni í síðasta úrslitaleik dagsins. Ólafur Aron Ingvason var valinn maður leiksins en litlu munaði þar þó á honum og félaga hans Guðmundi Jónssyni. Ólafur Aron skoraði 23 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum en Guðmundur var með 26 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta og 15 stiganna á fyrstu 9 mínútum síðari hálfleiks. Þá varði Egill Jónasson alls 12 skot frá Fjölnismönnum í leiknum. Allir byrjunarliðsmenn Njarðvíkur leiddu lið sitt í einhverjum tölfræðiþætti, Guðmundur Jónsson í stigum (26), Helgi Már Guðbjartsson í fráköstum (12), Ólafur Aron Ingvason í stoðsendingum (5), Egill Jónasson í vörðum skotum (12) og Jóhann Árni Ólafsson í stolnum boltum (4). Pálmar Ragnarsson og Haraldur Níelsson voru atkvæðamestir hjá Fjölni með 9 stig. |