© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.2.2003 | 8:58 | phs
Óheppinn leikmaður
Segja má að Selwyn Reid og Snæfell hafi lent í nokkrum hremmingum vegna hlutgengis Reid með liðinu.

Miðvikudaginn fyrir bikarúrslitaleik fékk KKÍ fax frá FIBA þar sem FIBA hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að Selwyn Reid hafi breskt vegabréf, þá teljist hann ekki til Evrópuleikmanna þar sem hann væri frá Anguilla eyjum í Vestur Indíum.

KKÍ lét Snæfell strax vita af þessari niðurstöðu FIBA og benti félaginu á að það gæti ekki notað leikmanninn í sömu leikjum og það léti Clifton Bush spila þar sem þá væri liðið með tvo erlenda leikmenn utan Evrópu innanborðs.
Bæði umboðsmaður Reid, Sigurður Hjörleifsson, og körfuknattleikssamband Anguilla eyja bentu á að lögum í Bretlandi hefði verið breytt á árinu 2002 og því væri úrskurður FIBA rangur. Reid hefði sömu réttindi og aðrir breskir þegnar. Þrátt fyrir fjölmörg símtöl milli KKÍ, FIBA og Körfuknattleikssambands Anguilla eyja, tókst ekki að fá FIBA til að breyta úrskurði sínum fyrir helgina. Selwyn Reid var því ekki hlutgengur í bikarúrslitaleiknum.

Í gær kom svo tilkynning frá FIBA um að eftir að sambandið hafi endurskoðað málið í ljósi nýrra gagna, þá telst Reid hafa sömu réttindi og Evrópubúar og er því frjálst að leika með Snæfelli sem slíkur.
Má segja að Reid sé einn óheppnasti leikmaðurinn hér á landi þar sem hann var ekki talinn Evrópuleikmaður í 6 daga, einmitt þegar hann átti að taka þátt í bikarúrslitaleiknum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Dómari í leik Íslands og Slóveníu prufar leikboltann áður flautað er til leiks  hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppninni 2008 að Ásvöllum. Gestirnir höfðu sigur 69:94 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 30:46
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið