S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
8.2.2003 | 15:30 | Óskar Ó. Jónsson
Stúdínur bikarmeistarar í sjötta sinn
Hafdís Helgadóttir skoraði mest 14 stig fyrir ÍS en Erla Þorsteinsdóttir skoraði 15 stig og tók 15 fráköst hjá Keflavík. Maður leiksins var þó óumdeilanlega Svandís Sigurðardóttir hjá ÍS sem setti bikarúrslitaleiksmet með 19 fráköstum auk þess að skora 8 stig en Svandís tók 10 sóknafráköst í leiknum þar sjö þeirra í seinni hálfleik og framlengingu. ÍS vann fjórða leikhluta og framlengingu 26-8. Keflavík skoraði öll 8 stigin sín á síðustu 15 mínútunum á vítalínunni og misnotaði öll 19 skotin sín auk þess að tapa 7 boltum á þeim tíma. Keflavík tók ekki tveggja stiga skot í framlengingunni. ÍS-Keflavík 53-51 1. leikhluti: 10-19 2. leikhluti: 10-14 (20-33) 3. leikhluti: 7-10 (27-43) 4. leikhluti: 21-5 (48-48) Framlenging: 5-3 (53-51) Atkvæðamestar hjá ÍS: Hafdís Helgadóttir 14 stig (4 af 5 í framlengingu), 5 fráköst Meadow Overstreet 12, 8 fráköst, 3 stoðsendingar Stella Rún Kristjánsdóttir 9, 5 fráköst, 3 stoðsendingar Svandís Sigurðardóttir 8 stig, 19 fráköst (10 í sókn) Alda Leif Jónsdóttir 8 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolnir, 3 varin skot Cecilia Larsson 2 stig Atkvæðamestar hjá Keflavík: Erla Þorsteinsdóttir 15 stig, 15 fráköst Sonia Ortega 13 stig, 5 fráköst, 5 stolnir, 3 stoðsendingar Birna Valgarðsdóttir 7 stig Anna María Sveinsdóttir 6 stig, 14 fráköst (6 í sókn) Marín Rós Karlsdóttir 4 stig, 3 stoðsendingar Kristín Blöndal 4 stig Rannveig Randversdóttir 2 stig, 6 fráköst (4 í sókn) Þetta er fyrsti bikarmeistaratitll ÍS í 12 ár en ÍS varð bikarmeistari 1991 einnig eftir sigur í framlengdum leik, þá á ÍR. ÍS varð einnig bikarmeistari 1978, 1980, 1981 og 1985. Hafdís Helgadóttir hjá ÍS var einnig með þegar ÍS vann fyrir tólf árum og setti jafnframt met í leiknum því þá voru liðin 17 ár síðan hún lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllini, þá í 28-47 tapi gegn KR. Þetta er annað árið í röð sem bikarúrslitaleikur kvenna er framlengdur og jafnframt sjá fjórði til að fara í framlengingu í sögu kvennakeppninnar. Frá árinu 1997 hafa þrír úrslitaleikir af sjö farið í framlengingu. |