S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
8.5.2000 | 13:30 | -
Sigur gegn Hollendingum
Ísland sigraði Holland í úrslitaleik um þriðja sætið á alþjóðlega mótinu í Frakklandi í morgun 57-42. Það var 1-3-1 vörnin sem skóp sigurinn, en íslenska liðið átti stórgóðan leik, þó einkum í vörn. Stigahæstir í íslenska liðinu voru Sævar Haraldsson, Jón Brynjar Ólafsson og Ólafur Ingvason með 10 stig hver og Þorleifur Ólafsson með 9 stig. Það verður að teljast góður árangur hjá íslenska liðinu að ná 3. sæti á þessu sterka móti. Eftir stórt tap gegn Frökkum bjuggust margir við að fleiri stórir tapleikir fylgdu í kjölfarið en sem betur fer fór svo ekki. Aðeins Frakkar og Tyrkir urðu fyrir ofan Ísland í þessu móti og litlu munaði að Ísland leggði Tyrkina í gær. Tveir sigrar og tvö töp er góður árangur á svo sterku móti og gefur góð fyrirheit fyrir ´84 liðið sem bíður það erfiða verkefni að feta í fótspor hins geysisterka ´82 liðs.
|