© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.1.2003 | 0:31 | Óskar Ó. Jónsson
Njarðvíkurstúlkur stöðvuðu 19 leikja sigurgöngu Keflavíkur
Njarðvíkurstúlkur komu flestum ef ekki öllum á óvart í kvöld og urðu fyrstar til að vinna Keflavík, 66-64, í lokaleik þrettándu umferðar 1. deildar kvenna en Keflavík hafði fyrir leikinn unnið alla 19 leiki tímabilsins, 12 í deildinni, fjóra í Kjörísbikarnum og þrjá í bikarkeppni KKÍ og Doritos. Eva Stefánsdóttir stal boltanum undir körfu Keflavíkur og skoraði sigurkörfuna um leið og klukkan rann út. Keflavík hafði 17 stiga forustu í hálfleik og hafði unnið þrjá fyrri leiki liðanna með samtals 77 stigum en það taldi lítið í Njarðvík í kvöld.

Keflavíkurliðið hitti aðeins úr 5 af 30 skotum sínum í seinni hálfleik og tapaði að auki 16 boltum í hálfleiknum. Keflavík skoraði þannig aðeins 17 stig í seinni hálfleiknum, tapaði þriðja leikhluta 6-17 og þeim fjórða 11-19. Það dugði þeim ekki að vinna fráköstin 27-15 í þessum martraðarhálfleik liðsins.

Atkvæðamestar hjá Njarðvík:
Krystal Scott 28 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar
Auður Jónsdóttir 16 stig, hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum
Helga Jónasdóttir 7 stig, 9 fráköst, 3 varin skot
Eva Stefánsdóttir 6 stig, 3 stolnir
Guðrún Ósk Karlsdóttir 6 stig, 10 fráköst

Atkvæðamestar hjá Keflavík:
Birna Valgarðsdóttir 19 stig, 7 fráköst, hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum, skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta (4 þriggja stiga körfur)
Erla Þorsteinsdóttir 14 stig, 6 fráköst
Kristín Blöndal 8 stig, 5 fráköst
Sonia Ortega 6 stig, 18 fráköst (8 í sókn), 5 stoðsendingar
Svava Ósk Stefánsdóttir 6 stig

Keflavíkurliðið hafði unnið öll hin liðin og samtals sex deildarleiki í röð með meira en 20 stigum. Frá því Sonia Ortega kom til landsins hafði Keflavík unnið 15 af 17 leikjum með meira en 20 stigum og þá tvo sem upp á vantaði báða með 19 stigum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Miðherjarnir Fannar Ólafsson, KR, og Friðrik Stefánsson, Njarðvík, fallast í faðma að loknum deildarleik í Ljónagryfjunni 19. janúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið