© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.8.2014 | 22:39 | Kristinn | Landslið
Sögulegur dagur: Ísland á EM

Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Karlalandsliðið lék við Bosníu í kvöld í troðfullri Laugardalshöll. Með sigri hefði liðið gulltryggt sig inn á Evrópumótið á næsta ári. Ef liðið tapaði mátti tapið ekki vera stórt til að tryggja sætið. Niðurstaðan 70-78 fyrir Bosníu þýðir að Ísland er á leið á EuroBasket 2015.

Fólk var byrjað að koma allt að 90 mínútum fyrir leik og húsið var orðið troðfullt vel fyrir leik. MIkil og góð stemning var í húsinu og áhorfendur settu svip sinn á leikinn. Sá mikli stuðningur sem var í stúkunni smitaðist til strákanna sem stóðu við sitt á móti. Frábær leikur allan tímann þar sem okkar strákar spiluðu frábæran körfubolta á köflum.

Hlynur Bæringsson hóf leikinn en hann var greinilega þjáður og lék aðeins sjö mínútur í leiknum. Bosnía nýtti sér vel fjarveru Hlyns og sótti grimmt í teignum. Strákarnir náðu þó að verjast vel.

Á lokasprettinum reyndust Bosníumenn sterkari og unnu 70-78. Um leið og lokaflautan gall fögnuðu þó bæði lið enda ljóst að bæði lið voru á leið á EM.

Ísland verður þar með þátttakandi á EM í fyrsta sinn frá upphafi en leikið verður í september á næsta ári.

Til hamingju Ísland

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Skólalið Varmahlíðarskóla veturinn 1989-90. Efsta röð frá vinstri: Sæmundur Þ. Sæmundsson, Rúnar B. Gíslason, Sigurður I. Ragnarsson, Þórhallur Barðason og Gunnar Sigurðsson þjálfari. Í miðjunni frá vinstri: Kristján Eymundsson og Valgarður I. Ragnarsson. Krjúpandi frá vinstri: Atli Ö. Guðmundsson, Gunnlaugur H. Jónsson og Kristján Ástvaldsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið