S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
27.8.2014 | 8:00 | Stefán | Landslið
Betri og betri úrslit í hverjum heimaleik á móti Júgóslavíu-þjóðunum
Ísland hefur spilað alls sjö heimaleiki í Evrópukeppni á móti þjóðum fyrrum Júgóslavíu frá því að sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu (Heimsmeistarar 1990 - Evrópumeistarar 1989 og 1991) skiptist upp í byrjun tíunda áratugarins. Það hefur verið jákvæð þróun úr úrslitum íslenska liðsins í síðustu heimaleikjum sínum á móti þessum sterku körfuboltaþjóðum því liðið hefur náði betri úrslitum í þremur heimaleikjum í röð allt frá því að tapa með 19 stigum á móti Makedónúu í janúar 2011 í það að tapa með aðeins 9 stigum á móti Svartfjallalandi fyrir tæpum tveimur árum. Bestu úrslit íslenska liðsins á móti þjóð frá fyrrum Júgóslavíu í Laugardalshöllinni voru þó fyrir tæpum 17 árum þegar liðið skaut Króötum skelk í bringu í Höllinni. Króatar unnu á endanum átta stiga sigur, 82-74, eftir hörkuleik en allir bestu og þekktustu leikmenn króatíska liðsins voru mættir í Höllina. Helgi Jónas Guðfinnsson, núverandi þjálfari Keflavíkur, átti frábæran leik og skoraði 21 stig í leiknum. Heimaleikir í Evrópukeppni á móti þjóðum frá fyrrum Júgóslavíu: 8. september 2012 í Laugardalshöll 9 stiga tap á móti Svartfjallalandi (92-101) 14. ágúst 2012 í Laugardalshöll 13 stiga tap á móti Serbíu (78-91) 17. september 2008 í Laugardalshöll 14 stiga tap á móti Svartfjallalandi (66-80) 24. janúar 2001 í Laugardalshöll 19 stiga tap á móti Makedóníu (83-102) 29. nóvember 2000 í Laugardalshöll 10 stiga tap á móti Slóveníu (80-90) 24. febrúar 1999 í Laugardalshöll 29 stiga tap á móti Bosníu (54-83) 3. desember 1997 í Laugardalshöll 8 stiga tap á móti Króatíu (74-82) |