S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
19.8.2014 | 12:00 | Stefán | Landslið
Logi blokkaði hinn 208 sm Stipanovic ekki einu sinni heldur tvisvar
Logi Gunnarsson er að spila vel í ágúst mánuði Mynd: Gunnar Freyr
Logi var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig og hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár eða síðan haustið 2007. Logi lét sér ekki aðeins nægja að skila boltanum í körfuna. Tilþrif hans í vörninni vökktu líka athygli ekki síst þegar hann varði tvö skot frá hinum 208 sm miðherja Andrija Stipanovic sem spilar með tyrkneska liðinu Trabzonspor. Logi er skráður 192 sm hjá FIBA eða sextán sentímetrum minni en Stipanovic. Stipanovic er meira að segja stundum skráður 209 sm eins og á körfuboltasíðunni Eurobasket þar sem Logi er sagður vera 190. Þar munar orðið 19 sentímetrum á þeim félögum. Logi er ekkert að verða yngri en getur augljóslega ennþá hoppað sem sást vel í þessum blokkum hans sem komu í fyrsta og þriðja leikhlutanum. Logi átti því þátt í því að Andrija Stipanovic náði aðeins að nýta 4 af 13 skotum sínum inn í teig en hann endaði leikinn með 8 stig og 9 fráköst. Logi og félagar hans í íslenska landsliðinu mæta Bretum í Koparkassanum í London á miðvikudagskvöldið en með sigri tryggir íslenska liðið sér annað sætið í riðlinum sem gæti skilað Íslandi inn á Evrópumótið í körfubolta á næsta ári. Það er auðvitað ekki hægt að treysta á að Logi blokki 208 sm miðherja í hverjum leik en þessi framganga hans er aftur á móti gott dæmi um baráttuna og viljann sem er í íslenska hópnum. Það er vonandi að við sjáum áframhald á því í þessum mikivæga og mögulega sögulega leik í Koparkassanum á miðvikudagskvöldið. |