© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.8.2014 | 9:00 | Stefán | Landslið
Sjö súrar ferðir til landa fyrrum Júgóslavíu
Logi Gunnarsson gegn Serbíu fyrir tveimur árum
Íslenska landsliðið er nú komið til Bosníu, eitt af löndum fyrrum Júgóslavíu, þar sem Ísland mætir heimamönnum á sunnudagskvöldið í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2015.

Þetta verður áttundi Evrópuleikur íslenska karlalandsliðsins á þessum slóðum síðan að Júgóslavía liðaðist í sundur fyrir rúmum tuttugu árum síðan.

Árangur íslenska landsliðsins í ferðum sínum til landa fyrrum Júgóslavíu hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Allir sjö leikirnar hafa tapast og það stórt.

Íslenska liðið náði sínum "bestu" úrslitum í útileik á móti Svartfjallalandi 24. ágúst 2012 en sá leikur tapaðist "aðeins" með 18 stiga mun, 67-85.

Fimm leikmenn íslenska liðsins í dag tóku þátt í þessum leik í Niksic fyrir tveimur árum. Hlynur Bæringsson skoraði þá 19 stig en einnig voru með þeir Haukur Helgi Pálsson (13 stig), Logi Gunnarsson (2 stig), Sigurður Gunnar Þorsteinsson (0 stig) og Axel Kárason (kom ekki inná).

Sex dögum síðar mætti íslenska liðið til Serbíu þar sem strákarnir urðu að sætta sig við 56 stiga tap, 58-114, sem er stærsta tap íslenska karlalandsliðsins á Balkanskaganum.

Evrópuleikir Íslands í löndum fyrrum Júgóslavíu:
30. ágúst 2012 - 56 stiga tap fyrir Serbíu (58-114)
24. ágúst 2012 - 18 stiga tap fyrir Svartfjallalandi (67-85)
26. ágúst 2009 - 44 stiga tap fyrir Svartfjallalandi (58-102)
23. febrúar 2000 - 29 stiga tap fyrir Makedóníu (65-94)
1. desember 1999 - 33 stiga tap fyrir Slóveníu (60-93)
2. desember 1998 - 34 stiga tap fyrir Króatíu (77-111)
25. febrúar 1998 - 25 stiga tap fyrir Bosníu (84-109)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bikarmeistarar Fram 1982. Aftari röð frá vinstri: Bjarni P. Magnússon formaður körfuknattleiksdeildar, Hörður Arnarson, Guðmundur Ómar Þráinsson, Þórir Einarsson, Símon Ólafsson, Björn Magnússon, Þorvaldur Geirsson og Kolbeinn Kristinsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Þorkell Andrésson, Viðar Þorkelsson, Val Bracy, Lárus Thorlacius og Guðsteinn Ingimarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið