S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
2.8.2014 | 20:28 | ERH
Sigur gegn Lúx hjá U18 og leikið gegn Norðmönnum um 9.sæti
Strákarnir hófu leikinn af krafti og komust í 13-2 en þá var eins og liðið færi í hlutlausan gír og hittni liðsins í fyrri hálfleik var afleit (10 af 40) og strákunum tókst ekki að skilja Lúxemborgarliðið eftir. Staðan í hálfleik var 32-27 fyrir íslenska liðið, sem átti mikið inni eftir fyrri hálfleikinn. Pétur Rúnar fékk vænt högg í hálfleiknum og fékk hann vænan skurð á kinnbeinið. Síðari hálfleikurinn fór samt ekkert vel af stað og um tíma komust Lúxemborg yfir enda baráttuglaðir strákar, en okkar menn leiddu 44-41 eftir þrjá leikhluta. Strákarnir afgreiddu leikinn þó snemma í fjórða leikhluta þegar þeir náðu mest 13 stiga forystu og héldu góðri forystu til loka leiks, en eins og áður sagði þá hafa strákarnir leikið betur í öllum leikjum mótsins til þessa. Sigurinn var þó fyrir öllu og drengirnir eru staðráðnir í að ljúka mótinu af krafti á morgun, en þá mæta þeir Norðmönnum öðru sinni í leik um níunda sætið í mótinu, en Norðmenn unnu Dani nokkuð örugglega fyrr í dag. Daði Lár Jónsson var sterkastur leikmanna Íslands í dag. Hann kom inn með mikinn kraft í síðari hálfleik og dró liðið áfram. Daði skilaði 5 stigum, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og spilaði að auki hörku vörn. Jón Axel Guðmundsson var með 21 stig en hefur oftast hitt betur. Jón reif að auki niður 8 fráköst og stal 4 boltum. Kári Jónsson gerði 12 stig , tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar en tíu af tólf leikmönnum liðsins skoruðu að þessu sinni. Tölfræði leiksins Leifur Sigfinnur Garðarsson dæmdi fyrr í dag leik Austurríkis og Hollands. Lokaleikurinn hjá strákunum á morgun er kl 15:15 að íslenskum tíma. |