S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
27.7.2014 | 6:13 | sara
Sigur í síðasta leik hjá u18 stelpunum
Sara Rún var valin maður leiksins á móti Dönum
Íslenska liðið spilaði vel í 1. leikhluta og náði ágætis forystu og leiddi eftir leikhlutann 20-14. Danska liðið byrjaði 2. leikhluta með mikilli baráttu en íslenska liðið hafði undirbúið sig undir harðan varnarleik Dana og náði góðri forystu 31-16. Danir tóku leikhlé til að stöðva áhlaup íslenska liðsins. Það gekk fullkomnlega hjá Dönsku stelpunum og náðu þær að jafna leikinn fyrir leikhlé 31-31. Í hálfleik voru íslensku stelpurnar staðráðnar í að spila eins vel og þær gátu í síðari hálfleik. Íslenska liðið hafði aðeins fengið á sig 3 villur í fyrri hálfleik og vildu íslensku þjálfararnir fá meiri baráttu inn á völlinn. 3. leikhluti var alveg hreint magnaður hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn var frábær og skoruðu stelpurnar úr mörgum hraðaupphlaupum í kjölfarið. Körfurnar komu í öllum regnbogans litum og sjálfstraustið jókst hjá íslenska liðinu. Þessi ótrúlegi 3. leikhluti fór 28-4 fyrir Ísland og staðan fyrir lokaleikhlutann því 59-35. Í 4. leikhluta fengu allir leikmenn íslenska liðisins að spreyta sig og skipti engu máli hvaða leikmaður kom inná – barátta og sjálfstraust skein af hverju andliti. Þessi leikhluti var einnig unun á að horfa og endaði hann 23-4 fyrir Ísland. Lokatölur voru því 82-39 eftir ótrúlegan síðari hálfleik og spurning hvaða lið hefði átt roð í íslenska liðið í þessum varnarham. Það var gaman að sjá íslenska liðið að springa út og enda mótið svona frábærlega. Það er alveg ljóst að þessar stelpur eru miklar íþróttakonur og eiga framtíðina fyir sér. Stigaskor: Sara Rún 28 stig (18 fráköst, 6 stoðsendingar, 2 stolnir boltar og 9 fiskaðar villur) Guðlaug Björt 14 stig (4 stoðsendingar) Elsa Rún 10 stig (9 fráköst) Sólrún Inga 7 stig (3 fráköst) Bríet Sif 6 stig (5 fráköst, 4 stolnir boltar og 5 stoðsendingar) Sandra Lind 6 stig (6 fráköst) Þóra Kristín 5 stig (2 stoðsendingar) Margrét Ósk 4 stig Elínora 2 stig Maður leiksins var Sara Rún en hún stóð sig frábærlega í öllum leikjum mótsins og náði meðal annars 8 tvöföldum tvennum í jafnmörgum leikjum. Einnig er hún mjög ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum þegar þetta er skrifað, t.d. í skoruðum stigum, fráköstum, stolnum boltum, stoðsendingum og vítanýtingu en hún hitti úr 37 af 43 vítum í mótinu. |